Í hádegi síðasta fimmtudags hvers mánaðar standa náttúrustofur landsins fyrir fyrirlestrum sem hægt er að fylgjast með í fjarfundarbúnaði vítt og breitt um landið, m.a. í Glaðheimum. Fimmtudaginn 25. mars kl. 12:15-12:45 fjallar dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir forstöðumaður Rannsókna- og fræðaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum um uppeldisstöðvar þorskseiða. Allir eru velkomnir í Glaðheima til að fylgjast með fyrirlestrinum, sjá hér. |