Fréttir, Uncategorized

Úthlutun úr Vísinda- og rannsóknarsjóði Suðurlands

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands heldur hinn árlega hátíðarfund sinn þann 14. janúar næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 17.00 og verður lokaður að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana í sóttvarnarskyni en verður þess í stað sendur út í myndstreymi í gegnum zoom og má tengjast fundinum hér:

https://us02web.zoom.us/j/87652478676?pwd=cXhJL1RLNmJyMmtwcXBQd3VzZFYzdz09

Meeting ID: 876 5247 8676
Passcode: 298442

Það væri okkur mikil ánægja ef eigendur félaganna (Fræðslunetsins og Háskólafélagsins), styrktaraðilar sjóðsins og sem flestir Sunnlendingar gætu fylgst með fundinum.

Dagskrá fundarins:
1. Fundarstjóri setur fund.
2. Sólveig Þorvaldsdóttir fyrrverandi styrkþegi kynnir doktorsverkefni sitt; Towards a Theoretical Foundation for Disaster-Related Management Systems.
3. Sveinn Aðalsteinsson, formaður dómnefndar: Störf nefndarinnar og niðurstöður.
4. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir styrkina.
5. Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður SASS: Menntaverðlaun Suðurlands.
6. Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir menntaverðlaun Suðurlands.
7. Fundarstjóri slítur fundi.

Fundarstjóri: Sigursveinn Sigurðsson