Fréttir

Útskrift nemenda af Ferðamálabrú Háskólafélags Suðurlands

19.apríl síðast liðinn útskrifuðust sjö nemendur frá Ferðamálabrú Háskólafélag Suðurlands en það tveggja anna nám sem hefur verið í svokallaðri „pilot“ keyrslu þennan veturinn. Verkefnið er partur af Erasmus + verkefni sem Háskólafélagið stýrir og unnið er í samvinnu við Ferðamáladeild Háskólans á Malaga/UMA og UHI/University og Higlands and Island í Skotlandi ásamt innlendum samstarfsaðilum. Námið samsvarar 18 ECVET einingum eða um 460 klst og er tekið með vinnu.

Á útskriftarathöfninni fluttu nemendur lokaverkefni sín sem voru af fjölbreyttum toga þó öll hefðu skýra tengingu við ferðamál og þjónustu við greinina.

Námsbrautin hefur gengið vonum framar og er það samdóma álit nemendanna að námið hafi veitt þeim aukinn skilning og styrkt grunn þeirra þegar kemur að ábyrgri og faglegri nálgun á þessari ört vaxandi atvinnugrein sem ferðamálin eru.

Nánari upplýsingar um námið og næstu kúrsa má nálgast hjá Ingunni Jónsdóttur verkefnisstjóra Hfsu: ingunn@hfsu.is

IMG_9005[1] (3)591312671411