14. maí sl. lauk námskeiði í fuglafræði og fuglaleiðsögn sem haldið var á vegum klasaverkefnisins Fuglar á Suðurlandi sem fékk styrk úr Vaxtarsamningi Suðurlands í fyrra. Námskeiðið var 24 klst, tveir dagar með fyrirlestrum og tveir dagar við fuglaskoðun. Alls voru 18 þátttakendur á námskeiðinu en þau Ragnhildur Sigurðardóttir, Tómas Grétar Gunnarsson, Erpur Snær Hansen, Jóhann Óli Hilmarsson og Örn Óskarsson komu að kennslu á námskeiðinu.
Í námskeiðsmatinu kom fram mikil ánægja hjá þátttakendum með skipulag, innihald og framkvæmd námskeiðsins. Háskólafélag Suðurlands hafði umsjón með námskeiðinu.
Rýnt í fugla!
Hluti þátttakenda og leiðbeinenda á námskeiðinu