Fimmtudaginn 12. maí var haldin í húsakynnum HfSu, kynning á Tæknifræði námi á vegum Háskóla Íslands en áform eru um að næsta haust verði hér hópur í tæknifræði sem fær kennslu í gegnum fjarfundarbúnað en mun vinna saman að verkefnum í Fjölheimum. Góður hópur áhugasamra mætti á kynninguna en umsóknarfrestur í námið er til 5. júní næstkomandi. Nánar er hægt að lesa um námið hér:
BSc nám: www.hi.is/taeknifraedi
Grunndiplóma: Tækninám – Grunndiplóma | Háskóli Íslands (hi.is)