Markmið þessarar viðbragðsáætlunar er að taka á óvissuþáttum er tengjast heimsfaraldri Covid 19 veirunnar. Markmið áætlunarinnar er að tryggja viðbrögð allra hlutaðeigandi við að halda nauðsynlegri starfsemi þekkingarsamfélagsins gangandi við slíkar aðstæður. Í kjölfar þess að neyðarstigi hefur verið lýst yfir mun starfsfólk Háskólafélagsins fylgjast vel með stöðunni á degi hverjum, í góðri samvinnu við Fræðslunetið, og fylgja leiðbeiningum sóttvarnarlæknis í hvívetna. Einstakir aðilar í Fjölheimum, t.d. https://fraedslunet.is/index.php/frettir og Birta, eru með sínar eigin viðbragðsáætlanir varðandi starfsemi sína.
Nýjustu upplýsingar eru ávallt að finna á vef Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is.
Vegna húsnæðis/aðstöðu í Fjölheimum
Gerðar hafa verið ráðstafanir í Fjölheimum vegna veirunnar. Upplýsingar um aukið hreinlæti eru vel sýnilegar og á þremur tungumálum. Spritt er aðgengilegt víða um húsið, m.a. á öllum salernum þar sem einnig er að finna handsápu, einnig er boðið upp á hanska við innganginn og á 2. hæð fyrir framan kennslustofur. Gerðar hafa verið ráðstafanir varðandi birgðir af spritti og hönskum. Fyrirtækið Hreint, sem sér um þrif í Fjölheimum, hefur verið beðið um að endurskoða þrifaáætlun sína til að draga úr smithættu.
Samskiptaleiðir
Hægt er að senda fyrirspurnir og ábendingar varðandi influensufaraldurinn á netfangið sigurdur@hfsu.is. Símsvörun er í síma 560 2030 / 897 2814
Ábyrgðaraðili: Sigurður Sigursveinsson (til vara Hrafnkell Guðnason, s. 775 6979)
Síðast uppfært 13.03.2020