Eitt af því sem einkennir starfsemi jarðvanga (geoparks) er að halda úti Viku jarðvangsins ár hvert, gjarnan í lok maí eða fyrri hluta júní. Í þessari viku er lögð áhersla á að kynna jarðfræði viðkomandi svæðis en einnig starfsemi jarðvanganna sjálfra, tengslum þeirra við skóla og almenningsfræðslu og áherslu þeirra á mat, mennningu, handverk og listir úr heimahögum jarðvanganna sjálfra.
Ákveðið hefur verið að fyrsta vikan af þessu tagi í Jarðvanginum Kötlu (www.katlageopark.is) verði 21.-27. maí 2011. Jarðvangurinn hvetur íbúa svæðisins til að beina viðburðum af ýmsu tagi á þessa viku og tengja þá við jarðvanginn. Stefnt er að því að dagskrá vikunnar liggi fyrir í stórum dráttum eigi síðar en föstudaginn 6. maí.
Vinsamlegast beinið fyrirspurnum og upplýsingum til Ragnhildar Sveinbjarnardóttur verkefnisstjóra, ragnhildur@hfsu.is, s. 697-9986.