Sunnlenskt mentoranet
Til hvers þurfa frumkvöðlar að tengjast mentorum og hvað gefa slík samskipti báðum aðilum. Þetta er spurningin sem sunnlensku leiðararnir spurðu sig á vinnustofu #3 sem haldin var sl mánudag. Einnig var rætt um hvernig best sé að skapa öflugt mentoranet á Suðurlandi og hvernig því er viðhaldið. Ljóst er að spurningin er ekki einföld en þátttakendur voru sammála um mikilvægi þess að sú vinna fari af stað til þess að efla sunnlenskt nýsköpunarsamfélag.