Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands

Vísinda- og rannsóknarsjóður Suðurlands veitir styrki sem ætlaðir eru námsfólki sem vinnur að rannsóknarverkefni til lokaprófs á háskólastigi. Verkefnið skal tengjast Suðurlandi og þjóna ótvíræðum atvinnu- og/eða fræðilegum tilgangi fyrir Suðurland eða hluta Suðurlands.

Umsjón með sjóðnum hafa Eyjólfur Sturlaugsson hjá Fræðslunetinu (eyjolfur@fraedslunet.is)  og Sigurður Sigursveinsson hjá Háskólafélagi Suðurlands (sigurdur@hfsu.is).