Skip to content Skip to footer
Vísindasjóður

Maurar á jarðhitasvæðum á Suðurlandi. Eru þeir náttúrulegir á Íslandi?

Marko Mancini, doktorsnemi í Líffræði við Háskóla Íslands

Marko Mancini rannsakar hvort maurar af tegund Hypopenera eduardi séu að finna á jarðhitasvæðum á Suðurlandi.

Samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands, fundust maurar við Gunnuhver sumrin 2001 og 2002.  Við fundum síðan maura í Reykjadal við Hveragerði sumarið 2020. Af þessu má leiða líkur að því að maurar dvelji á jarðhitasvæðum á Íslandi. 

Marko Mancini.

Maurar á Íslandi

Við rannsökuðum nokkur jarðhitasvæði á Suðurlandi og Vesturlandi og fundum maura á fimm svæðum. Niðurstöður benda til að maurar þrífist við 25-30°C. Að auki gefa DNA rannsóknir og hegðunarmynstur til kynna að H. eduardi maurastofnar á Íslandi séu náskyldir. 

Tvær aðal tilgátur um landnám þeirra standast, 1) maurarnir hafa nýlega numið land hér í samfloti með manninum og 2) þeir gætu hafa numið land án tilkomu mannsins (eftir hámark síðasta jökulskeiðs þegar hitastig á Íslandi var nokkrum gráðum hærra en það er núna). Þökk sé styrknum þá fáum við tækifæri til að rannsaka þessar tvær áhugaverðu tilgátur. 

Loftmynd af einu rannsóknarsvæðinu. (Mynd úr safni Marko Mancini).

Einstök búsvæði finnast á jarðhitasvæðum

Okkar markmið verður að auka skilning á líffræðilegum fjölbreytileika og landnámi maura á svæðum þar sem ríkir kaldtemprað loftslag, ásamt eðli og áhrif innflutning lífvera sem geta haft áhrif á einstök búsvæði sem finnast á jarðhitasvæðum. Þökk sé stuðning Vísinda- og rannsóknarsjóð Suðurlands 2022, þá gafst okkur tækifæri til að rannsaka dreifingu, vistfræði og greina erfðafræðilega uppbyggingu Hypoponera eduardi maurastofnsins sem finnst á Íslandi á jarðhitasvæðum. Vinna okkar, sem hluta af doktorsnámi mínu og mastersnámi eins samnemenda, mun skoða þessi atriði og tilgáturnar að ofan um landnám maura til Íslands. 

Loftmynd af einu rannsóknarsvæðinu. (Mynd úr safni Marko Mancini).