Það er annasamt hjá nemendaþjónustunni þessa dagana nú þegar nemendur streyma til okkar í upplestur og próf. Nemendur eru duglegir að nýta sér prófaþjónustuna sem er ánægjulegt að sjá en fjölmargir stunda fjarnám á Suðurlandi og nýta aðstöðuna hér í Fjölheimum til ástundunar námsins.
Lesaðstaðan er opin allan sólarhringinn og hafa nemendur aðgang að lesaðstöðu með lesbásum og kaffistofu. Kaupa þarf aðgang og fá nemendur aðgangskort. Við viljum minna öll sem ekki hafa nú þegar aðgang að lesaðstöðunni en vilja nýta sér hana að senda okkur próst á prof@hfsu.is.
Frekari upplýsingar um aðgang að lesaðstöðu og próftökur má finna hér.