Skip to content Skip to footer

Entrepreneurship in Iceland

Forsíðumyndin er af Calanais steinunum á Lewis eyju og er fengin að láni hér.

Entrepreneurship and innovation present themselves as a way for an individual to become a creative participant in society by producing new products or services. These micro-credential courses are designed for anyone who wants to understand how to take the first steps towards transforming their ideas into reality, gaining insights into the startup ecosystem in Iceland, and acquiring a critical understanding of how innovation and entrepreneurship can shape our society.

To support people on this journey, the University Association of South Iceland, in collaboration with Bifröst University, has introduced a new university-level course (micro-study): Entrepreneurship in Iceland .

Ráðstefnan var að hluta haldin í Lews kastala sem staðsettur er í Stornoway. Mynd: Helga Kristín.

Þrátt fyrir ólík samfélög er grunnur þeirra sá sami. Fólksflutningar og erfiðleikar við að fá unga fólkið heim úr námi er einkennandi. Konur eru líklegri til þess að sækja nám í stærri samfélög og skila sér ekki eins vel til baka vegna atvinnuleysis á meðan ungir karlmenn sitja eftir. Innviðir skipta gríðarlegu máli og er litið svo á að uppbygging lítilla samfélaga sé háð grunnþjónustu, öryggi íbúa og aðgengi en ekki endilega íbúafjölda. Þó húsnæðismál, samgöngur og atvinna hafi trónað á toppnum var rauði þráðurinn klárlega unga fólkið og frumkvölðlarnir sem skapa ný tækifæri og hafa með virkri þátttöku í samfélaginu, stuðlað að uppbyggingu í samfélögum sem áttu undir högg að sækja vegna fólksfækkunnar.

Sífellt færri tala gelísku og fer málsvæði hennar minnkandi. Á Lewis & Harris eyju er reynt að halda í tungumálið og eru merkingar og skilti oftast nær á bæði gelísku og ensku. Þarna má sjá flugvallarbygginguna á Stornoway flugvelli. Mynd: Helga Kristín.

Ráðstefnugestir voru sammála um að samheldni, menning og uppruni sé það sem heldur minni samfélögum saman og að ekki megi gleyma sterkum hefðum þó horft sé til framtíðar og nýsköpunar. Unga fólkið þarf meira pláss og þrátt fyrir gamlar hefðir og menningu megi ekki útiloka framsýni og þá uppbyggingu sem felst í nýjum hugmyndum og tækifærum. Ungt fólk þarf að fá sterkari rödd og skýrari þátttöku í pólitíkinni, traust til að færa samfélaginu nýja þekkingu og hugmyndir til að efla það til hins betra.

Við þurfum að tala upp fámennari samfélög, sjá tækifærin og hlúa að þeim. Að taka á slúðri og breyta orðræðunni er líka stór þáttur í því að efla og styðja við fámenn samfélög,  því þar er oft að finna mikil verðmæti.

Calanais steinarnir voru reistir á bronsöld og eru ýmsar sögur sagðar um hlutverk þeirra þó ekkert sé staðfest. Þeir standa nærri bænum Calanais á vesturhluta eyjunnar og draga að sér ferðamenn allt árið um kring. Mynd: Helga Kristín.

Nánari upplýsingar um NORA, The Island Book Trust og eyjuna Lewis & Harris er að finna í tenglunum hér:

NORA

The Island Book Trust

Lewis & Harris í Skotlandi

UHI Stornoway

Calanais steinarnir