You don’t have to be an expert in anything to participate in the Ideas Days in South Iceland, which will be held on April 1st, 3rd and 7th.
Þátttakendur komu alls staðar af Suðurlandi og var fyrsti fundur haldinn á Zoom. Þar fengu þátttakendur smá nasasjón af þvi hvernig hægt er að efla hugmyndahugsun og fengu þau auk þess kynningu á hönnunarhugsunartólinu (circular design wheel/kit). Teknar voru nokkrar æfingar til að kveikja á hugmyndahugsuninni og um leið náðu þátttakendur aðeins að kynnast betur sín á milli. Teymin lærðu smávegis á Miro sem er eitt margar forrita sem auðvelda teymisvinnu og hugmyndahugsun en að var notað í hugmundavinnunni á meðan á hugmyndadögunum stóð.
Elva Rakel Jónsdóttir framkvæmdastjóri Festu fór með mjög áhrifaríkt erindi um mikilvægi hringrásarhagkerfisins sem að kveikti eldmóð áhorfenda að leysa vandamálin sem skapast í kringum neysluvenjur og flokkun sorps á íslandi.
Á öðrum degi hittust hóparnir á staðfundi og var þeim skipt upp í teymi. Þar fengu teymin tækifæri á því að þróa hugmyndir sínar með hönnunarhugsunartólinu og þrengja þær niður í raunhæf verkefni. Dagurinn var langur og krefjandi fyrir þátttakendur enda margar hugmyndir og mikil sköpun sem þurfti að fara fram undir töluverðri tímapressu. Guðrún Gyða sérfræðingur í hönnunarhugsun leiddi vinnustofuna rafrænt með aðstoð byggðarþróunarfulltrúa SASS sem voru á staðnum.
Öll teymin höfðu undir lok dags sett niður grunn að mjög áhugaverðum og flottum verkefnum sem hafa mikla þýðingu fyrir hringrásarhagkerfið.
Öll teymin höfðu undir lok dags sett niður grunn að mjög áhugaverðum og flottum verkefnum sem hafa mikla þýðingu fyrir hringrásarhagkerfið.

Þriðji dagurinn var kynningardagur verkefnanna þar sem þátttakendur æfðu sig í því að skila af sér hnitmiðuðum kynningum. Hvert teymi fékk 3 mínútur til að segja frá hugmyndinni sinni og sannfæra dómnefnd um verkefnið sitt. Dómnefndin sem var skipuð Sveini Aðalsteinssyni frá Orkideu, Freyju Pétursdóttur frá samtökum íslenskra sveitarfélaga, Kolfinnu Kristínardóttur frá Klak, Ingunni Jónsdóttur frá SASS og Svövu Björk Ólafsdóttur frá Rata. Dæmdu þau verkefnin út frá eftirfarandi þáttum:
Að lausnin:
– leysi vandamál á Suðurlandi með aðgerðum hringrásarhagkerfisins
– búi yfir nýnæmi
– sé líkleg til framkvæmda
– framsetning og kynning verkefnisins
– leysi vandamál á Suðurlandi með aðgerðum hringrásarhagkerfisins
– búi yfir nýnæmi
– sé líkleg til framkvæmda
– framsetning og kynning verkefnisins
Auk þess var metið hvernig teymin kynntu sig og bakgrunn sinn.
Það var mikill lærdómur fyrir alla að taka þátt í hugmyndadögunum og viljum við hrósa öllum sem tóku þátt fyrir frábæra daga. Þátttakendur voru opnir, tilbúnir til þess að takast á við ný verkefni og fara út fyrir þægindarammann í notkun Miro sem og í hugmyndahugsuninni. Skipuleggjendur taka auk þess mikinn lærdóm af þessu verkefni og hafa fengið dýrmætt endurmat frá þátttakendum hvað varðar framkvæmd daganna.

Dómnefndin valdi verkefnið Verkefnabanki hringrásarhagkerfisins – textílmennt sem sigurvegara hugmyndadaga.
Markmið með verkefnabankanum er að gera nemendum tamt að vinna með endurnýtingu textíls, auðvelda textílkennurum aðgengi að slíkum verkefnum og veita úrgangsstraum textíls inn í skólaverkefnin. Að endurnýtingarverkefni/hringrásarverkefni verði sjálfsagður og ráðandi hluti í textílmennt íslenskra grunnskóla.
Erna Óðinsdóttir, klæðskerameistari og textílkennari hlaut 250.000.- í verðlaun fyrir þessa hugmynd sem að vonandi nýtist í framkvæmd hennar.
Byggðarþróunarfulltrúar SASS þakka fyrir góða þáttöku og gott utanumhald frá Rata.
Hönnunarhugsunartólið er á skrifstofum allra byggðarþróunarfulltrúa og geta áhugasamir leitað þangað til að fræðast meira um það og hvernig það nýtist í að leysa áskoranir samfélaganna á Suðurlandi.
Hönnunarhugsunartólið er á skrifstofum allra byggðarþróunarfulltrúa og geta áhugasamir leitað þangað til að fræðast meira um það og hvernig það nýtist í að leysa áskoranir samfélaganna á Suðurlandi.