Skip to content Skip to footer

86. fundur

86. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands, haldinn í fjarfundi þann 20.12.2021

Fundinn sátu eftirtaldir stjórnarmenn:

Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir,  Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður H Markússon, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson auk Ingunnar Jónsdóttur framkvæmdastjóra félagsins.

Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð.

  1. Starfsmannamál
    1. Farið yfir fyrirséðar breytingar á starfsmannahaldi og starfshlutfalli þeirra vegna 2022
    2. Starfsmannastyrkur / Uppbyggingarsjóður starfsmanna – nýr styrkur sem starfsmenn geta sótt í til félagsins vegna líkams- og/eða hugræktar starfsmanna til viðbótar við það sem þeir geta sótt í til sinna stéttarfélaga.
    3. Innleiðing og útfærsla styttingu vinnuvikunnar sem mun taka gildi á nýju ári
    4. Vinnufundur starfsmanna við upphaf nýs árs þar sem farið verður í hugarflug og undirbúning fyrir verkefni nýs árs.
  1. Hreiðrið frumkvöðlasetur
    1. Skrifað verður undir samning við Árborg í dag kl.16 um stuðning við Hreiðrið frumkvöðlasetur sem staðsett verður í Fjölheimum. Setrið verður opnað eftir áramót en verið er að móta þau skilyrði sem frumkvöðlar þurfa að uppfylla til þess að komast að / pláss fyrir ca 4-8 frumkvöðla á hverjum tíma.