Skip to content Skip to footer

Háskólafélag Suðurlands

Tilgangur félagsins er að auka búsetugæði og styrkja efnahag á Suðurlandi með uppbyggingu þekkingarsamfélags.

Háskólafélag Suðurlands er

Hornsteinn að
þekkingarneti Suðurlands

Um félagið

Tilgangur félagsins er að auka búsetugæði og styrkja efnahag á Suðurlandi.

Félagið er einkahlutafélag í eigu 14 sveitarfélaga á Suðurlandi auk Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga/SASS og nær það því allt frá Selvogi í vestri austur í Lón.

Framtíðarsýn

Háskólafélagið er helsti samstarfsaðili háskóla, sveitarfélaga, fyrirtækja, stofnana, almennings og ríkisins á sviði menntamála og nýsköpunar á Suðurlandi.

Hlutverk

Háskólafélagið hefur frumkvæði að því að auka búsetugæði á Suðurlandi með því að færa menntun, rannsóknir og nýsköpun nær Sunnlendingum, í samstarfi við samfélagið.

Gildi

Frumkvæði og samstarf