Skip to content Skip to footer

92. fundur

92. Stjórnarfundur Háskólafélags Suðurlands  haldinn þann 12. september 2023 í Fjölheimum og á teams.

Mættir:  Sigurður Þór Sigurðsson, Sveinn Aðalsteinsson og Helga Þorbergsdóttir. Sigurður Markússon og Hugrún Harpa Reynisdóttir voru á teams. Olga Lísa Garðarsdóttir og Sæunn Stefánsdóttir boðuðu forföll. 

Einnig sat fundinn Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri félagsins. 

Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð. 

 

  1. Nýir samningar við HVIN – fundur með spretthópi ráðuneytisins

Fyrsti fundur var í morgun og vilji er til þess að klára þessa samninga í framhaldi af þessum spretti. Vonast er til þess að einhver niðurstaða verði í málið í byrjun október. Fulltrúar SÞS (Ingunn, Lilja/ÞÞ og Hugrún/NÞ) eru sammála um að samningar setranna eigi að vera hliðstæðir en starfsáætlanir taki mið að hverju setri. Lagt verður upp með að samningar byggi á stoðum SÞS og að setrin verði „miðstöðvar“ á sínum svæðum

2. Samtök þekkingarsetra – vinnan í vetur

 Ingunn verður áfram í stjórn SÞS ásamt því að vera í áðurnefndum samráðs hóp við HVIN. Ingibjörg mun taka þátt í vinnu menntahóps SÞS og Berglind mun taka þátt í vinnu rannsóknarhóps SÞS  

3. FabLab 

Samningur FabLab við Héraðsnefnd Árnesinga hefur verið endurnýjaður til 5 ára. Enn á eftir að semja við FSu um framhaldssamning en stefnt er á að ná því fyrir árslok. Eins er beðið eftir nýjum samningi við HVIN ráðuneyti en líklegt þykir að sá samningur verið viðauki við nýjan samning HfSu við sama ráðuneyti. 

4. SASS – samningar og verkefni 

Búið er að skrifa undir nýjan samning upp á 7,5 miljónir árlega fyrir að sinna hlutverki Byggðarþróunarfulltrúa. Jafnframt er gert ráð fyrir að áhersluverkefnið Menntahvöt 2.0 fari að hefjast. Áhugi er á að skoða mótun nýs áhersluverkefnis í samstarfi við önnur þekkingarsetur á Suðurlandi. 

5. Starfsmannamál 

Berglind Sigmundsdóttir hóf störf hjá félaginu þann 21. ágúst sl. og verða verkefni hennar fyrst og fremst að búa til betri og virkari tengingar við háskóla (innlenda og erlenda), móta og sækja um samstarfsverkefni og þróa mennta- og rannsóknarþátt félagsins áfram. 

6. Húsnæðismál / Fjölheimar 

Fjölheimar eru á lista yfir eignir sem Árborg hefur til sölu þó ekki hafi borist neinar nýjar fréttir af því. Framlengdur samningur rennur út í lok desember 2024. Framtíðarhópur Fjölheima hefur áhuga á að skoða hvort hægt sé að fara í uppbyggingu á húsnæðinu með aðkomu fleiri aðila, í þá átt að Fjölheimar geti orðið einskonar miðstöð/Gróska á vestursvæði Suðurlands. Hugmyndin verður skoðuð áfram.   

7. Önnur mál 

Fræðslunet Suðurlands  

Stjórn Fræðslunetsins hefur ekki tekið fyrir erindi HfSu sem sent var í vor en verður vonandi á næsta stjórnarfundi Fns.  

Vísinda- og rannsóknarsjóður  

Hugmyndir um breytingu á umsóknarfresti og úthlutun ræddar með tilkomu HfSu sem nýs umsjónaraðila og verða þær skoðaðar áfram í framhaldi.  

Stefnumótunarfundur HfSu  

Næsti stjórnarfundur HfSu er fyrirhugaður þann 7. des og tillaga er um að sá fundur verði vinnufundur þar sem við tökum upp framtíðarsýnina okkar og mótum okkur strategíu fyrir komandi tíma. Gert er ráð fyrir að þá verði komin nokkuð skýr sýn á samning félagsins við HVIN og verkefni honum tengd. 

Uppfærð rekstraráætlun 

Ingunn birti uppfærða rekstraráætlun þar sem kemur skýrt fram að nýr samningur við HVIN verður að fela í sér aukið fjármagn svo reksturinn gangi upp. Aukin verkefni kalla jafnframt á þörf á auknum starfshlutföllum sem þurfa að felast í nýjum samningi. 

 Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.