Skip to content Skip to footer

95. fundur

95. fundur Háskólafélags Suðurlands haldin í Fjölheimum Selfossi 16. desember 2024

Mætt: Helga Þorbergsdóttir, Soffía Sveinsdóttir, Sigurður Markússon, Sigurður Þ. Sigurðsson, Sveinn Aðalsteinsson og Sæunn Stefánsdóttir. Hugrún Harpa Reynisdóttir boðaði forföll. Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri félagsins sat einnig fundinn.

Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð.

Nýr samningur við HVIN

Ingunn kynnti þann samnign sem verið er að vinna með sem, eins og áður hefur komið fram byggir á nýrri nálgun um annarsvegar „grunn“ og hinsvegar „sókn“ og út frá því settir upp mælikvarðar um árangur. Samningurinn felur í sér talsverða hækkun á grunnframlagi til félagsins auk þess sem áfram verður greitt fyrir þann umframkostnað sem hlýst af umsvifamikilli prófaþjónustu. Samningurinn er til þriggja ára og verður endurskoðaður að þeim tíma liðnum.

Drög að rekstraráætlun HfSu 2025

Farið yfir drögin út frá nýjum samningi við HVIN en nánari áætlun verður tekin saman þegar allt fjármagn liggur fyrir.

Starfsreglur stjórnar HfSu

Ingunn og Sveinn kynntu drög að starfsreglum stjórnar en samkvæmt lið 4.2 í samþykktum félagsins skal stjórn setja sér starfsreglur þar sem nánar er kveðið á um framkvæmd starfa hennar. ​Málið rætt og verður klárað fyrir aðalfund.

Drög að starfsáætlun Hfsu 2025

Áfram er unnið út frá fjórum skilgreindum „sviðum“​: Nemendaþjónustu ​- Rannsóknir & þróun – Frumkvöðlar & nýsköpun​ – Samstarf & miðlun​. Starfsfólk flæðir á milli sviða þó verkefnin séu skilgreind undir ákveðnu sviði. ​Þar sem hópurinn er lítill er mikilvægt að allir þekki til og geti hoppað inn í verkefni þó ábyrgð þess sé á hendi hvers verkefnastjóra.​

Staðan á húsnæðismálum

Ingunn kynnti þá vinnu sem hefur átt sér stað eftir að við Árborg um Fjölheima var framlengdur en hún hefur leitt hóp um samstarfs(hugmynda)verkefni um uppbyggingu þekkingarseturs. Hópurinn samanstendur af fulltrúum sveitarfélagsins Árborgar, fulltúum stéttarfélaga á Suðurlandi og fulltrúum notenda/leigjenda í Fjölheimum. Til liðsinnis hefur hópurinn notið aðstoðar Helga S Gunnarssonar ráðgjafa Árborgar í húsnæðis- og uppbyggingarmálum. Vinnan er í fullum gangi og skilar vonandi niðurstöðu á nýju ári. Verið er að vinna úr innsendum hugmyndum í markaðskönnun um mögulegt húsnæði sem hentar fyrir samstarfshópinn. Gert er ráð fyrir að eftir yfirferðina verði þeim aðilum sem sendu inn áhugaverðustu tillögurnar, boðið að taka þátt í útboði.​ Áfram verður unnið að þessu verkefni og mun framkvæmdastjóri HfSu jafnframt sitja áfram í vinnuhópnum.

Önnur mál

A.Stjórn Fræðslunetsins hefur frestar afgreiðslu málsins þar sem nýr stjórnarmaður hefur ekki fengið tækifæri til þess að setja sig inn í málið. Formaður stjórnar sendir samantekt frá fjarfundi stjórna Háskólafélagsins og Fræðslunetsins á nýjan stjórnarmann og framkvæmdastjóra ásamt öðrum gögnum er tengjast málinu.

B.Í ljósi aukinnar áherslu HVIN á að HfSu verði leiðandi í nýsköpunarstarfi á starfsvæði félagsins og að það taki þátt í mótun nýsköpunarumhverfis og frumkvöðlastarfs, og stuðli að/hvetji til nýsköpunar með verkefnum, fræðslu og viðburðum hefur verkenfastjóri nýsköpunar og frumkvöðlaseturs verið ráðin til starfa. Um er að ræða 100% stöðu til tveggja ára með möguleika á framlengingu.

C.Félagið sinnir hlutverki Byggðaþróunarfulltrúa en verið er að rýna í starfsemi samtakana og ekki ljóst hvort eitthvað breytist við þá vinnu.

 

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.