Skip to content Skip to footer

96. fundur

96. fundur Háskólafélags Suðurlands haldin í Fjölheimum Selfossi 2. apríl 2025  

Mætt: Helga Þorbergsdóttir, Soffía Sveinsdóttir, Sigurður Markússon, Sveinn Aðalsteinsson, Hugrún Harpa Reynisdóttir og Sæunn Stefánsdóttir. Sigurður Þ. Sigurðsson var fjarverandi. Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri félagsins sat einnig fundinn.

Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð.

  1. Sveinn bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Hann greindi frá því að Ingunn Jónsdóttur framkvæmdastjóri HfSu mun láta af störfum hjá félaginu á komandi vor/sumardögum þar sem hún mun taka við stöðu framkvæmdastjóra hjá SASS. Sveinn þakkaði Ingunni frábær störf í þágu félagsins og tóku aðrir stjórnar menn undir þær þakkir.  
  2. Samþykkt að halda aðalfund Háskólafélagsins þann 30. apríl 2025 kl. 13:30 í Fjölheimum og fjarsambandi. Endurskoðendur KPMG eru komnir með gögn og vinna að ársreikningi sem verður tilbúinn fyrir aðalfund.
  3. Rætt um verkefnastöðu hjá félaginu og ferli við að ráða nýjan framkvæmdastjóra.   Samþykkt að leita til fyrirtækisins Mögnum við ráðningarferlið og Sveini Aðalsteinssyni formanni stjórnar félagsins falið að hafa samband við þá og vinna með þeim í ráðningarferlinu í samvinnu við aðra stjórnarmenn Háskólafélagsins.   

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.