97. fundur Háskólafélags Suðurlands haldinn í Fjölheimum Selfossi 12. maí 2025
Mætt: Helga Þorbergsdóttir, Sigurður Markússon, Sigurður Þór Sigurðarson, Soffía Sveinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Sæunn Stefánsdóttir.
Hugrún Harpa Reynisdóttir boðaði forföll.
Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð
Eitt mál var á dagskrá fundarins; ráðning framkvæmdastjóra Háskólafélags Suðurlands.
Unnið hefur verið eftir ákvörðun stjórnar félagsins frá síðasta fundi stjórnar um ráðningu framkvæmdastjóra. Þar sagði: „Samþykkt að leita til fyrirtækisins Mögnum við ráðningarferlið og Sveini Aðalsteinssyni, formanni stjórnar félagsins, falið að hafa samband við þá og vinna með þeim í ráðningarferlinu í samvinnu við aðra stjórnarmenn Háskólafélagsins.“
17 umsóknir bárust, 5 umsækjendur voru boðaðir í viðtal við formann stjórnar HfSu og ráðgjafa frá Mögnum. Tveir umsækjendur voru þar metnir hæfastir til starfans og voru þeir fengnir til að gera grein fyrir sýn sinni á lausn tiltekins verkefnis og boðaðir í viðtal við Svein Aðalsteinsson formann stjórnar HfSu, ásamt Hugrúnu Hörpu Reynisdóttur og Sæunni Stefánsdóttur, stjórnarmönnum í félaginu.
Eftir að hafa rýnt í niðurstöður þess ferlis er það samdóma ákvörðun stjórnar Háskólafélags Suðurlands að ráða Ingveldi Sæmundsdóttur, verkefnisstjóra, sem framkvæmdastjóra félagsins. Formanni var falið að ganga til samninga við Ingveldi.