Skip to content Skip to footer

56. fundur

56. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands haldinn 14.10. 2015 á Kirkjubæjarklaustri.

Mættir eftirtaldir stjórnarmenn: Dagný Magnúsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir í símasambandi, Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson. Einnig sat Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri HfSu fundinn.  Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð.

 

  1. Fundargerð 55. fundar lögð fram, samþykkt og undirrituð.
  2. Rekstrarhorfur 2016 og áherslur í starfi félagsins. Miklar umræður urðu um rekstur og mannahald í Skaftafellssýslum. Meðal annars kom þar fram að ekki hefur tekist að fjármagna verkefnið Efling menntunar í V-Skaftafellssýslu á yfirstandandi ári. Mikil nýting hefur verið á námsaðstöðu í Vík.Það er og verður sameiginlegt verkefni stjórna Fræðslunets, Háskólafélags og Nýheima að efla, þróa og styrkja fjarnám og kennsluaðstöðu á starfssvæði félaganna eftir því sem við á. Umræður urðu um námskosti fólks, 25 ára og eldri, sem ekki fær lengur inni í framhaldsskólum og mögulegar leiðir í því sambandi.
  3. Árið 2014 kom 10 milljóna króna tímabundið framlag frá ríkinu inn á okkar starfssvæði. Það er nauðsynlegt fyrir starfsemina í Saftafellssýslum að þetta framlag verði varanlegt, ella er hætta á að það fjari undan því uppbyggingarstarfi sem unnið hefur verið á undanförnum árum s.s. í Vík og á Kirkjubæjarklaustri. Það er skoðun stjórnarmanna HfSu að það halli á Sunnlendinga í fjárframlögum til fræðslustarfsemi varðandi framhaldsfræðslu og háskólaþjónustu.
  4. Sameiginlegur starfsmaður Fræðslunetsins og Háskólafélagsins á Höfn hefur sagt upp störfum frá og með næstu áramótum.
  5. Þess er vænst að Geo education verkefnið skili nokkurri framlegð inn í rekstur félagsins, þá er gert ráð fyrir að lokagreiðsla vegna þolprófs íslenska hestsins skili sér á næsta ári. 16,4 milljóna framlag er til félagsins á fjárlögum. Ekkert liggur fyrir um framlag frá Sóknaráætlun Suðurlands. Það er forgangsmál að traustum fjárhagslegum grunni verði skotið undir alla starfsemi félagsins og þá ekki síst þekkingarsetur og fræðslustarfsemi á mið- og austursvæði félagsins. Miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir er ljóst að hallarekstur verður á félaginu og að áfram verður gengið á eigið fé.
  6. Ingunn Jónsdóttir ræddi möguleg ný verkefni í tengslum við Erasmus + og/eða sambærilega sjóði. Hugmyndir settar fram og samþykkt að þróa þær og vinna áfram að málinu.
  7. Á fundi í menntamálaráðuneytinu þann 12.10 2015 var undirritaður nýr þriggja ára samningur (2015-2017). Á þeim fundi kom fram af hálfu ráðuneytismanna að til greina komi að ráðuneytið hafi frumkvæði að nefndarstarfi sem skoði fyrirkomulag þekkingarstarfsemi á Suðurlandi.
  8. Önnur mál. Rætt um mál tengd Kötlu jarðvangi og rifjað upp að í bréfi Háskólafélagsins og Fræðslunetsins til ráðherra mennta- og byggðamála sagði m.a: Stofnað verði þekkingarsetur í Vík og á Kirkjubæjarklaustri með jarðfræði sem áherslusvið í samstarfi við Kötlu jarðvang. Enn hefur ekki náðst fundur með ráðherrunum til að fylgja þessum hugmyndum úr hlaði. Eftir úttekt í sumar fékk jarðvangurinn vottun til tveggja ára í stað fjögurra áður.
  9. Næsti fundur ákveðinn í Fjölheimum þann 30.11. nk. kl 11:30.