Magnús hóf störf á vordögum 2018 sem forstöðumaður FabLab verkstæðis sem búið er að koma upp í Hamri/FSu og er samstarfsverkefni Héraðsnefndar Árnesinga, Fjölbrautaskóla Suðurlands, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Háskólafélags Suðurlands.
Magnús er þrívíddarhönnuður og hefur starfað sem slíkur undanfarin 15 ár, m.a. hjá Syrusson Hönnunarhúsi, ásamt því að kenna þrívíddarhönnun og aðra tölvustudda hönnun í Tækniskólanum og Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Magnús útskrifaðist úr Fab Academy vorið 2020.