93. fundur Háskólafélags Suðurlands haldinn í betri stofunni Hótel Selfossi og á teams 14.desember 2023 .
Mætt: Berglind Sigmundsdóttir verkefnastjóri hjá HfSu, Helga Þorbergsdóttir, Hugrún Harpa Reynisdóttir, Ingunn
Jónsdóttir framkvæmdastjóri HfSu, Magnús Stephensen forstöðumaður FabLab Selfoss, Olga Lísa Garðarsdóttir, Sigurður Markússon, Sigurður Þ.
Sigurðsson, Sveinn Aðalsteinsson og Sæunn Stefánsdóttir sem var í fjarsambandi.
Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð.
Ingunn stýrði fundi og gerði í upphafi grein fyrir stöðu dagskrármála:
- Samningur við HVIN.
Gert er ráð fyrir að samningur liggi fyrir fyrir vorið með áherslu á nýsköpun, rannsóknir og
háskólanám. - Fablab/FSu
Kraftur er í starfseminni og vonast er til að fjármögnun verði tryggð í áðurnefndum
samningi við HVIN. - Húsnæðismál
Ingunn ásamt Eyjólfi hjá Fns og fulltrúar nokkurra stéttarfélaga á Suðurlandi áttu fund
með forsvarsmönnum Sveitarfélagsins Árborgar. Niðurstaða þess fundar að hvert félag
greindi sína rýmisþörf. Eftir greiningu á húsnæðisþörf verði möguleiki á uppbyggingu
með áherslu á Fjölheimasvæðið kannaður. - Sameiningarmál.
Erindi HfSu til Fræðslunets Suðurlands um mögulega sameiningu félaganna tveggja
hefur verið tekin fyrir hjá Fræðslunetinu og er til skoðunar þar. - Starfsmannamál
Ljóst er að nokkrar breytingar verða á starfsmannahaldi félagsins. Ingibjörg Ásta
Óskarsdóttir hefur sagt starfi sínu lausu og eru henni þökkuð frábær störf í þágu
Háskólafélagsins. Elínborg Ingimundardóttir hefur verið ráðin í 50% starf til að sjá um
þjónustu við nemendur. Fyrirséð er að Berglind Sigmundsdóttir fer í leyfi og er henni
óskað velfarnaðar í komandi viðfangsefnum. Í þessum aðstæðum er samþykkt að ráða
starfsmann í 100% starf til eins árs.
Verkefni
❖ Sótt verður um í Lóuna fyrir frumkvöðlastarfsemi í tengslum við Hreiðrið. Fleiri
umsóknir eru í farvatninu og til skoðunar s.s umsókn í “Alliance for innovation”
sem er innan E+ áætlunarinnar og yrði þá sótt í samvinnu við fleiri aðila. Einnig
rætt um möguleika á að vinna umsókn í samvinnu við aðra aðila sem málið
varðar um framtíð Fjölheima.
❖ Atvinnubrú háskólanema. Berglind kynnti brúnna og fór yfir hversu margir
möguleikar fælust þar og gerði grein fyrir vænlegum áhersluatriðum. Draga þarf
fram ávinning af háskólamenntun íbúa fjórðungsins og gera hann sýnilegri. Sótt
var í áhersluverkefna sjóð SASS m.a með það að markmiði að efla
samstarf við atvinnulífið og brúa bilið milli háskólanema og atvinnulífs og efla
sunnlenskt háskólasamfélag. Einnig að styðja nemendur og fyrirtæki við þróun
verkefna og rannsóknarhugmynda í samstarfi við fræðasvið viðkomandi háskóla
og efla þannig tengsl vísinda, rannsókna og nýsköpunar.
❖ Rætt um hvort Háskólafélagið eigi að standa fyrir ráðstefnu um áhrif jarðskjálfta á
almenning. Berglind reifaði hugmyndina. Árið 2025 eru 25 ár liðin frá
Suðurlandsskjálftunum sem riðu yfir árið 2000 og svo árið 2008. Hugmyndin er
að fá til þess bæra samstarfsaðila og reifa atburðina, áhrif þeirra á samfélög og
náttúru, lærdóm sem draga má af atburðunum og horfa til forvarna. Samþykt að
vinna áfram með hugmyndina.
❖ Byggðaþróunarfulltrúi-atvinnustefna fyrir neðri hluta Árnessýslu. Ingunn sagði frá
því að sveitarfélögin Hveragerði, Árborg og Flóahreppur hafi ákveðið að vinna að
sameiginlegri atvinnustefnu fyrir svæðið. Gert er ráð fyrir þátttöku íbúa og að
vinnan standi í u.þ.b. Þrjá mánuði og að afurð vinnunnar verði einskonar
verkefnalisti fyrir byggðaþrónunarfulltrúa og eða starfsfólk sveitarfélaganna að
vinna eftir.
❖ Framtíðarsýn. Sveinn leiddi umræður og reifaði stöðu háskólanáms og
nýsköpunar á Suðurlandi nú og til framtíðar og ræddi vænlega stefnu. Meðal
atriða sem komu fram í máli hans var að sárlega vantar aðstöðu til nýsköpunar
sem byggir á styrkleikum Suðurlands, sem m.a. er fjölbreytt matvælaframleiðsla.
Einnig kom fram í máli hans að kannanir hafa sýnt að ungt fólk á Suðurlandi vill
komast í staðnám. Miklar umræður urðu um vænlegar áherslur Háskólafélagsins
á næstu misserum og hvernig félagið gæti aukið eigið framlag og framboð á
háskólanámi í fjórðungnum. Fyrirkomulag háskólanáms er með ýmsu móti í
löndum sem við berum okkur saman við og eru nálægt okkur. Rætt var um
fýsileika og möguleika á uppbyggingu og samvinnu. University of Highlands and
Ilands í Skotlandi, háskólaútibú sem tengjast héraði líkt og þekkjast á
norðurlöndunum og samvinna rannsóknarstofnana og háskólastofnana voru
meðal þess sem rætt var
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.