Þú hefur enn tíma til að bregðast við!
Við viljum vekja athygli á evrópska Aurora samstarfinu, en nú er auglýst eftir styrkþegum fyrir bæði gömul og ný verkefni.
Fyrir þá sem ekki þekkja til Aurora, þá er Aurora samstarfsnet evrópskra rannsóknaháskóla. Þar er áhersla lögð á kennsluþróun og nýsköpun í starfsemi háskóla. Tilgangurinn er að byggja upp öflugra vísindasamfélag í Aurora háskólum en Háskóli Íslands er einn af þeim. Nú er tækifærið en hægt verður að sækja um styrkina árlega næstu fjögur árin. Umsóknarfrestur fyrir 2024 rennur út 30. apríl kl. 10.
Frekari upplýsingar um styrkveitinguna er að finna hér.
Gangi þér vel!