Skip to content Skip to footer

Námskeið

Það er aldrei of seint að bæta við sig þekkingu

Við viljum fjölga valkostum og auðvelda íbúum á Suðurlandi að bæta við sig þekkingu. Ertu með hugmynd að námskeiði eða námsleið? Sendu okkur póst á hfsu@hfsu.is

Okkar markmið er að fjölga valmöguleikum og ýta undir háskólamenntun á Suðurlandi. Marga langar að eflast og styrkjast í starfi og sækja sér styttri námskeið til þess að útvíkka sjóndeildarhringinn eða dýpka þekkingu sína á þverfaglegum grundvelli. Við viljum greiða leiðina enn frekar og bjóða upp á námskeið í samstarfi við ólíka aðila sem lyfta atvinnulífinu á Suðurlandi.

Nánari upplýsingar

Öll sem hafa áhuga á því að auka þekkingu sína og efla hæfni sína í starfi. 

Já og nei. Skráning er auðvitað ekki alltaf bindandi en það getur komið fyrir að námskeið eru háð fjölda þátttakenda og þá er mikilvægt að þú sért viss um það hvort þú ætlir að vera með. Þú hefur skuldbundið þig við greiðslu námskeiðsgjalda.

Það er mismunandi milli stéttarfélaga hvernig styrkhæfum námskeiðum er raðað upp. Best er að leita upplýsinga hjá sínu stéttarfélagi. Sumir vinnustaðir bjóða upp á styrki líka.

Þegar þú hefur skráð þig er send krafa í heimabanka. Það er sjálfsagt að fá kvittun fyrir kaupunum og þarf en þá að senda póst á hfsu@hfsu.is.

Við setjum inn skráningatengla hér á síðunni. Við getum ekki lofað að skráning sé gild ef sendur er tölvupóstur og því öruggast að skrá sig í gegnum heimasíðuna.