Skip to content Skip to footer

Hraðstefnumót við íslenskuna á Selfossi og á Laugarvatni í september

Við fengum svo frábærar móttökur í vor á hraðstefnumóti við íslenskuna að ákveðið hefur verið að halda fleiri stefnumót.

Fyrst munum við hittast í Safnaðarheimili Selfosskirkju 18. september kl. 17.

Þann 25. september kl. 17 ætlum við að hittast í Héraðsskólanum að Laugarvatni.

Endilega takið þátt og bjóðið vinum ykkar af erlendum uppruna að koma líka. Börn eru velkomin og verður boðið upp á léttar veitingar. Þátttaka er ókeypis og það eina sem þarf að taka með er góða skapið og viljinn til þess að hlusta og spjalla á íslensku.

Athugið að það er ekki krafist ísenskukunnáttu þó það sé gott að þekkja einhver orð – aðal málið er að hittast og tengjast öðrum sem eru á sömu braut, það er að læra tungumálið

Öll velkomin!