Skip to content Skip to footer

Námskeið í fundarstjórnun

Fundastjórnun með Katrínu Jakobsdóttur

Hvað hefur þú setið marga fundi sem þér finnst ekki hafa þjónað tilgangi sínum?
 Almennt þurfum við að sitja marga fundi starfa okkar vegna. Þeir eru ólíkir og geta haft ólíkan tilgang; við sitjum fundi í fyrirtækjum, vinnustöðum, íþróttafélögum, húsfélögum kennarastofum og sóknarnefndum. Fundir geta verið opnir eða lokaðir; þeir geta þjónað þeim tilgangi að leiða fram ólík sjónarmið og skapa umræðu eða þeir snúast um að taka ákvarðanir með formlegum hætti. Hvort sem um er að ræða vinnufundi, umræðufundi eða ákvarðanatökufundi, skiptir máli hvernig þeir eru skipulagðir og hvernig þeim er stýrt.

Fyrir hverja er námskeiðið? Öll þau sem þurfa að stýra fundum; stjórnendur, leiðtoga, millistjórnendur og félagsmálafólk.

Hver er ávinningurinn? Ávinningurinn af öflugri fundarstjórn og skipulagningu getur verið margvíslegur. Hún sparar tíma og bætir samskipti. Hún leiðir fram ólík sjónarmið í umræðu og byggir þannig undir betri ákvarðanir.

Innihald námskeiðs. Námskeiðið er tveggja klukkustunda námskeið þar sem fyrst verður farið yfir helstu atriði í fundarstjórnun og hvernig má tengja þau við ólíkan stjórnunarstíl. Þá verður farið yfir helstu sviðsmyndir sem geta komið upp á ólíkum fundum. Þátttakendur spreyta sig á raunhæfu verkefni og í lokin eru helstu atriði dregin saman á einfaldan og hagnýtan hátt.

Hvar og hvenær? Háskólafélag Suðurlands – Tryggvagötu 13, 800 Selfoss.
Þriðjudaginn 17. febrúar kl. 16:30-18:30.

Verð: 25.000.-

Skráning https://luma.com/iptaie23