Fundargerð 15. aðalfundar Háskólafélags Suðurlands ehf mánudaginn 7. júní 2023 kl. 11:00 í Fjölheimum Selfossi og í fjarfundi.
Sveinn Aðalsteinsson formaður stjórnar setti fundinn og gerði grein fyrir lögmæti fundarins, en fulltrúar 74,6% hlutafjár voru mættir á fundinn og fundurinn því löglegur.
Sveinn gerði tillögu um Sigurð Þór Sigurðsson sem fundarstjóra og að Ingunn Jónsdóttir riti fundargerð. Samþykkt samhljóða og gengið til dagskrár.
1. Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra um starfsemina á liðnu ári. Sveinn Aðalsteinsson fór yfir skýrslu stjórnar og Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri félagsins flutti í kjölfarið skýrslu framkvæmdastjóra þar sem jafnframt var komið inn á þær breytingar sem hafa átt sér stað á yfirstanda ári enda komið fram í júní þegar aðalfundurinn var haldinn. Verkefnum ársins 2022 eru gerð góð skil í skýrslunni en auk þess kom Ingunn inn á þá tvo þætti sem mest áhrif hafa á árið 2023. Annar er sá að samningur félagsins við SASS mun minnka umtalsvert eða sem nemur næstum heilu stöðugildi. Hinn er að fyrir stuttu sendi stjórn félagsins erindi á stjórn Fræðslunetsins þar sem óskað var eftir að teknar væru upp viðræður um mögulega sameiningu félaganna.
2. Ársreikningur 2022, ásamt skýrslu endurskoðanda. Auðunn Guðjónsson endurskoðandi félagsins fór yfir niðurstöður ársreiknings. Rekstrarhagnaður ársins nam tæpum 13. m.kr. sem skýrist m.a. af breytingu á starfsmannahaldi og mikilli hagræðingu. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða.
3. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap og um arð og framlög í varasjóð. Samkvæmt samþykktum er ekki greiddur út arður til hlutahafa og hagnaður nýttur til uppbyggingar félagsins. Samþykkt samhljóða.
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir störf þeirra. Samþykkt að halda þóknun óbreyttri og er þar fylgt viðmiðum SASS um laun vegna stjórnarsetu. Samþykkt samhljóða.
5. Breytingar á samþykktum. Engar tillögur um breytingar á samþykktum.
6. Kjör stjórnar og endurskoðanda. Allir sjö núverandi stjórnarmenn gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu, þ.e. þau Sveinn Aðalsteinsson, Helga Þorbergsdóttir, Sigurður Þór Sigurðsson, Sigurður H. Markússon, Olga Lísa Garðarsdóttir, Sæunn Stefánsdóttir og Hugrún Harpa Reynisdóttir og var sú tillaga samþykkt samhljóða.
Þá var samþykkt samhljóða að kjósa Auðun Guðjónsson hjá KPMG áfram sem endurskoðanda félagsins.
7. Önnur mál. Sveinn Aðalsteinsson formaður og Sigurður Þór Sigursson stjórnarmaður og fundarstjóri fóru nánar yfir erindi stjórnar til stjórnar Fræðslunetsins varðandi viðræður um sameiningu. Góð umræða skapaðist og hlutafar sammála því að vert sé að skoða möguleikann út frá öllum hliðum.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 11:40.
Á aðalfundinn mættu fulltrúar Bláskógabyggðar, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hrunamannahrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra, Skaftárhrepps, Hornafjarðar, Sveitarfélagsins Árborgar og SASS. Einnig sátu fundinn stjórnarmennirnir Sveinn Aðalsteinsson, Helga Þorbergsdóttir, Sigurður Þór Sigurðsson, Sigurður H. Markússon, Olga Lísa Garðarsdóttir, Sæunn Stefánsdóttir og Hugrún Harpa Reynisdóttir. Auk þess starfsmenn Háskólafélagsins Ingunn Jónsdóttir, Magnús St. Magnússon og Ingibjörg Ásta Rúnarsdóttir ásamt Auðunni Guðjónssyni endurskoðanda.