Fundargerð 17. aðalfundar Háskólafélags Suðurlands, miðvikudaginn 30. apríl 2025 kl. 13:30 í Fjölheimum á Selfossi og í fjarfundi.
Ingunn Jónsdóttir setti fundinn og staðfesti lögmæti fundarin þar sem 66,1% fulltrúa hlutafjár voru mættir.
Ingunn gerði tillögu að Hugrún Harpa Reynisdóttir sjái um fundarstjórn og að Helga Kristín Sæbjörnsdóttir riti fundargerð. Samþykkt samhljóða og gengið til dagskrár.
1. Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra um starfsemina 2024 Ingunn Jónsdóttir fer yfir skýrslu ársins (sjá hlekk). Erindi um sameiningu við Fræðslunet Suðurlands var hafnað af stjórn þeirra svo ekki verður að því að þessu sinni. Ingunn upplýsir jafnframt um starfslok sín hjá Háskólafélagi Suðurlands og þakkar innilega fyrir farsælt samstarf. Tækifærin eru fjölmörg við þessar breytingar og þá sérstaklega í formi enn sterkara samstarfs við SASS.
Sveinn Aðalsteinsson formaður fer yfir skýrslu stjórnar og ítrekar þær áherslur sem Háskólafélag Suðurlands leggur upp með. Hugmyndir sem verið er að skoða í tengslum við húsnæðismál eru spennandi og lúta að því að koma undir sama þak þeim sem vinna að þróun landshlutans, í anda Fjölheima. Hann lýsti einnig yfir vonbrigðum með að viðræður við Fræðslunetið um mögulega sameiningu hafi ekki náð brautargengi og óskaði eftir að eigendur Háskólafélagsins ræddu þetta mál áfram.
2. Ársreikningur Háskólafélag Suðurlands 2024 ásamt skýrslu endurskoðanda Arnar Leó Guðnason frá KPMG kynnti ársskýrsluna. Á aðalfundi síðasta árs var samþykkt að arðgreiðslur yrðu ekki greiddar út og að hagnaður félagsins færi beint inn í starfsemi þess. Því var ekki greiddur út arður samkvæmt nýrri samþykkt félagsins, en nánar má lesa um stöðuna í ársreikningnum (sjá hlekk). Ársreikningur samþykktur samhljóða.
3. Ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap og um arð og framlög í varasjóð. Í samræmi við samþykktir félagsins, grein 2.7 er félaginu óheimilt að greiða út arð til hluthafa heldur er öllum umfram hagnaði varið til verkefna sem teljast í þágu almannheilla.
4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir störf þeirra á starfsárinu. Tillaga um óbreytt fyrirkomulag: hlutur af þingfararkaupi, þ.e. 3% til almennra stjórnarmanna og 4% til stjórnarformanns sem fylgir viðmiðum SASS um laun vegna stjórnarsetu. Samþykkt samhljóða.
5. Breytingar á samþykktum. Stjórn leggur til breytingu á 4.1 grein samþykkta félagsins, á þá leið að varastjórn félagsins verði skipuð þeim fulltrúum sem sitja í aðalstjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga / SASS, á hverjum tíma. Erindi er þetta varðar var sent á aðalstjórn SASS sem samþykkti tillöguna.
Í aðalstjórn SASS sitja Anton Kári Halldórsson formaður, Sandra Sigurðardóttir varaformaður, Gauti Árnason, Jóhannes Gissurarson, Helga Jóhanna Harðardóttir, Árni Eiríksson, Brynhildur Jónsdóttir, Arnar Freyr Ólafsson og Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir. Tillaga samþykkt samhljóða.
6. Kjör stjórnar og endurskoðanda. Aðalstjórn HfSu skipa Sveinn Aðalsteinsson formaður, Helga Þorbergsdóttir ritari, Hugrún Harpa Reynisdóttir, Olga Lísa Garðarsdóttir, Sigurður Markússon, Sigurður Þór Sigurðsson og Sæunn Stefánsdóttir. Allir gefa kost á sér til áframhaldandi setu nema Olga Lísa Garðarsdóttir og sú tillaga samþykkt samhljóða.
Lagt til að Soffía Sveinsdóttir núverandi skólameistari FSu taki sæti í aðalstjórn í stað Olgu Lísu Garðarsdóttur. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Stjórn Háskólafélags Suðurlands býður sig fram til áframhaldandi setu í þágu félagsins og var það samþykkt samhljóða. Einnig var samþykkt að endurskoðendurnir Lilja Dögg Karlsdóttir og Arnar Leó Guðnason frá KPMG héldu áfram sínum störfum fyrir HfSu.
7. Önnur mál. Sveinn þakkar Ingunni fyrir störf sín sem framkvæmdastjóri síðustu fjögur ár og óskar henni mikillar gæfu og velferðar í framtíðarverkefnum. Hugrún flytur nokkur orð um samstarfið við Ingunni og Háskólafélag Suðurlands og þakkar henni fyrir allt hennar framlag til félagsins.
Í framhaldi kynnti Margrét Polly Hansen verkefnastjóri nýsköpunar hjá Háskólafélagi Suðurlands, Hreiðrið frumkvöðlasetur félagsins og þeim verkefnum sem fram undan eru.
Fleira var ekki tekið fyrir og var fundi slitið kl. 14:08.
Mættir fyrir hönd eigenda voru fulltrúar Bláskógabyggðar, Flóahrepps, Grímsnes- og Grafningshrepps, Hveragerðis, Rangárþings ytra, Skaftárhrepps, Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Árborgar.
Á fundinum sátu einnig fyrir hönd stjórnar Sveinn Aðalsteinsson, Soffía Sveindóttir og Hugrún Harpa Reynisdóttir sem sá um fundarstjórn. Í fjarfundi voru Sigurður Markússon, Sigurður Þór Sigurðsson og Helga Þorbergsdóttir. Fyrir hönd endurskoðenda mættu Lilja Dögg Karlsdóttir og Arnar Leó Guðnason hjá KPMG. Fyrir hönd Háskólafélagsins mættu Magnús St. Magnússon forstöðumaður FabLab og var hann á fjarfundi, Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri HfSu, Margrét Pollý Hansen verkefnastjóri nýsköpunar og Helga Kristín Sæbjörnsdóttir verkefnastjóri sem jafnframt ritaði fundargerð.