Á dögunum komu frambjóðendur Viðreisnar í heimsókn til félagsins til þess að ræða starfsemina, framtíðina, verkefni og áskoranir. Málefni sunnlenskra nemenda voru að sjálfsögðu í brennidepli líkt og með öðrum frambjóðendum.
„Við erum þakklát fyrir þá athygli sem félagið fær frá frambjóðendum og nýtum jafnframt hvert tækifæri til þess að impra á þeirri ósanngjörnu staðreynd að þeir nemendur sem stunda fjarnám þurfi að bera meiri kostnað af sínu námi en þeir nemendur sem búa nær sínum skóla sem aftur ýtir undir ójöfnuð þegar að kemur að tækifærum til náms“ segir Ingunn Jónsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins.