Örnám – 18 ECTS (3×6 ECTS) – Kennt á ensku
Frumkvöðlastarf og nýsköpun eru gjarnan kynnt sem leið fyrir einstaklinginn til að verða skapandi þátttakandi í samfélaginu með því að búa til nýjar vörur og þjónustu. Þetta örnám samanstendur af námskeiðum fyrir þá sem vilja skilja hvernig eigi að taka fyrstu skref í átt að því að breyta hugmynd í veruleika, fá innsýn inn í sprotaumhverfið á Íslandi og öðlast gagnrýna sýn á hvernig nýsköpun og frumkvöðlastarf geta mótað samfélagið okkar.
Til að styðja við fólk á þessari vegferð hefur Háskólafélag Suðurlands í samstarfi við Háskólann á Bifröst, kynnt nýtt námskeið á háskólastigi (örnám): Frumkvöðlastarf á Íslandi.
Aðstaða í Háskólafélagi Suðurlands
Háskólafélag Suðurlands býður nemendum af Suðurlandi sem innrita sig á námskeiðið upp á aðstöðu fyrir eina staðarlotu með kennurum fyrir hvert þriggja námskeiðanna. Loturnar fara fram á Selfossi og gefa nemendum tækifæri til beinna samskipta við kennara og samnemendur. Gert er ráð fyrir lágmarksfjölda þátttakenda til að staðarlota fari fram.
Að auki veitir Háskólafélagið nemendum einstaklingsmiðaða aðstoð, handleiðslu og ráðgjöf, öllum að kostnaðarlausu, á íslensku eða ensku – eftir þörfum hvers og eins. Þetta stuðlar að því að nemendur fái viðeigandi tæki og úrræði til að þróa eigin hugmyndir og nýsköpun.
Nánari upplýsingar um námskeiðið og innritun, Frumkvöðlastarf á Íslandi.