Skip to content Skip to footer

Fyrirlestur frá Náttúrustofu Suðurlands

Sjö náttúrustofur eru starfandi á Íslandi skv. lögum frá 1992, en í þeim er gert ráð fyrir að heimilt sé að starfrækja allt að átta náttúrustofum á landinu í samvinnu sveitarfélaga og umhverfisráðherra.  Náttúrustofurnar hafa með sér samtök, og mánaðarlega standa þau fyrir hádegisfyrirlestrum sem hægt er að fylgjast með og taka þátt í vítt og breitt um landið í fjarfundabúnaði.

Næsti fyrirlesturinn er fimmtudaginn 25. febrúar kl. 12:15-12:45 og kemur hann að þessu sinni frá Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum.  Ingvar Atli Sigurðsson forstöðumaður stofunnar fjallar þá um hnyðlinga í íslenskum gosmyndunum.  Hægt er að fylgjast með fyrirlestrinum í Glaðheimum, Tryggvagötu 36 á Selfossi.

Allir velkomnir!