Skip to content Skip to footer

Háskólafélag Suðurlands fyrst með vinnusmiðju um nýsköpun og gervigreind.

Frábær vinnustofa í nýju samstarfsverkefni

Háskólafélag Suðurlands hélt vinnusmiðju sem var sú fyrsta í röðinni í nýju samstarfsverkefni Iceland Innovation Week, KPMG og Samtaka þekkingarsetra. Markmið vinnusmiðjunnar var að efla nýsköpun og stafræna hæfni með áherslu á skapandi hugsun, frumkvöðlastarfsemi og sjálfstraust þátttakenda til að styrkja samkeppnishæfni og verðmætasköpun.

Mikill áhugi var á vinnusmiðjunni sem haldin var á Selfossi og komu þátttakendur víðvegar af Suðurlandi. Dagskráin samanstóð af fyrirlestrum um gervigreind, nýsköpun og markaðsfræði. Í lokin spunnust líflegar umræður um hvernig nýta mætti gervigreind til að bæta stafræna þjónustu, gera vinnu skilvirkari og hámarka árangur með takmörkuðu fjármagni.

Þátttakendur fengu jafnframt hagnýt ráð um hvernig beita mætti einföldum gervigreindartólum til að spara tíma, auka skilvirkni og styðja við þróun viðskiptaumhverfis með markvissri sölu og markaðssetningu. Fullt var út að dyrum og fjöldi spurninga og umræðna einkenndi daginn.

Sambærilegar vinnusmiðjur verða haldnar í öðrum þekkingarsetrum víðs vegar um landið nú í haust.