Ársfundur Nýheima þekkingarseturs var haldinn í húsakynnum þeirra á Höfn þann 10. maí sl. Hugrún Harpa Reynisdóttir forstöðukona setursins fór yfir störf þess og ársreikning fyrir árið 2022 auk þess að stikla á stóru um verkefnin framundan. Í kjölfarið kynnti Ingunn Jónsdóttir framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og umsjónaraðili frumkvöðlasetursins Hreiðursins, nýtt útibú þess á Höfn – nánar tiltekið í Litlubrú 1 í Miðbæ.
Við óskum frumkvöðlum og örðum íbúum Hafnar til hamingju með Hreiðrið sitt og hlökkum til samstarfsins.
Viltu tengjast samfélagi Hreiðursin? Smelltu þá hér