Nafn: Jónas Guðnason
Aldur: 42
Starf: Ég vinn í vatnamælingateymi Landsvirkjunar, þar sjáum við m.a. um mælingar á grunnvatni og rennsli í ám á starfssvæðum fyrirtækisins.
Uppáhalds staðurinn þinn á Íslandi: Mér finnst rosa gaman að fara upp á Reykjafjall.
Hver sér um eldamennskuna á þínu heimili? Elísa Ólafsdóttir, minn betri helmingur.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég man það bara ekki, var alltaf mjög óákveðin í því.
Hvaða bók ertu með á náttborðinu? Er að rembast við bók um Frönsku byltinguna.
Hvað á að gera um helgina? Ölverk í Hveragerði er með bjórhátíð, ég ætla að skella mér á hana.
Áttu gæludýr? Nei, hef ekki lagt í þann pakka enn þá.
Kaffi eða te? KAFFI
Hver er þín helsta líkamsrækt? Ég fer svolítið út að hlaupa, mætti þó gera meira af því.
Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað/smakkað? Ég fékk einusinni Mattak frá Grænlandi (hval skinn og fita), það var svolítið merkilegt, ekki slæmt samt.
Sumar, vetur, vor eða haust? Sumar
Hvað er uppáhalds við vorið? Lykt af nýslegnu grasi
Hver er uppháhalds sundlaugin (eða baðlónið) á landinu? Sundlaugin í Laugaskarði
Ef þú gætir farið hvert sem er í heiminum, hvert myndirðu fara? Mig hefur lengi langað að koma til Surtseyjar.
Hvernig stuðlar þú að betri umgengni við umhverfið? Ég reyni mitt besta að fræða strákana mína, ég er nefnilega hræddur um að það falli á herðar þeirra sem á eftir mér koma að hreinsa upp eftir okkur ruslið.
Hvaða heilræði viltu gefa háskólanemum sem eru í námi núna? Ég myndi hvetja þau til að reyna að njóta tækifæranna sem Háskólar og samstarf þeirra á milli býður upp á.
Hver er tenging rannsóknar þinnar við Suðurland? Í mínu starfi vinn ég að mestu við grunnvatns og rennslismælingar á suður hálendinu, en vatnið sem mælt er þar rennur t.d. til sjávar um Suðurland.
Hvers vegna valdir þú þetta rannsóknarefni? Þegar ég útskrifaðist úr Háskóla Íslands, var Landsvirkjun að leita að fólki og ég ákvað að slá til. Breytti smá um kúrs, úr eldfjöllum í vatn.
Hvað fannst þér skemmtilegast við rannsóknarvinnuna? Það er mikil útivinna sem er hressandi, það er gott að vera á fjöllum að vesenast.
Segðu okkar frá rannsókninni og niðurstöðum hennar í stuttu máli. Heilt yfir miðar vinnan að því að safna tímaröðum sem spanna sem mestan breytileika í vatnshæð, hvort sem það er grunnvatnsstaða eða mæld vatnshæð í ám og lónum. Svo er að túlka þessar tímaraðir sem í flestum tilfellum eru að endurspegla náttúrulegan breytileika t.d. í úrkomu og jökulbráð. Stór þáttur er svo að fylgjast með því að tækjabúnaður sé virkur og að sannreyna gæði þeirra með reglubundnum hætti. Þessar upplýsingar fara svo inn í ákvarðanatöku hvort sem það er vegna raforkuvinnslu eða þróunar raforkukosta. Til hliðar hef ég mjög gaman af kortlagningu, hvort sem er með flygildum eða bátum, og hef verið að safna í reynslubankann þar enda mikil tækifæri með græjum sem slíkum.
Hvaða rannsakanda viltu tilnefna fyrir næsta mánuð?
Ég ætla að tilnefna fyrrverandi bekkjarfélaga úr Grunnskólanum í Hveragerði hana Brynju Hrafnkelsdóttur, skordýrafræðing hjá Landi og Skógi.
Myndir eru úr einkasafni Jónasar.