Menntahvöt
hvatning til aukins náms á SuðurlandiVerkefnið Menntahvöt er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands sem hefur það að markmiði að hækka menntunarstig á svæðinu um 5% fyrir árið 2025.
Verkefninu er ætlað að hvetja til náms, meðal annars með því að koma á framfæri þeim námstækifærum sem í boði eru, með sérstaka áherslu á fjarnám og sveigjanlegt nám sem hægt er að stunda utan veggja hinna hefðbundnu menntastofnana, hvort sem um er að ræða framhaldsskóla- eða háskólanám og/eða almenn námskeið af ýmsu tagi.
Á Suðurlandi er í boði samfelld þjónusta við hvers konar sveigjanlegt nám, allt frá námsframboði simenntunarmiðstöðvanna (Fræðslunetsins og Visku), fjarnámi framhaldsskóla og sveigjanlegu námi háskóla. Prófaþjónusta fyrir fjarnema er í boði vítt og breitt um Suðurland, og námsver sömuleiðis.

Fjarnámsleiðir

Fjarnám á framhaldsskólastigi
Eftirfarandi listi er yfirlit um þá framhaldsskóla sem bjóða upp á fjarnám og/eða sveiganlegt nám til lokaprófa...
Lesa meira

Fjarnám á háskólastigi
Eftirfarandi listi er yfirlit um íslenska háskóla sem bjóða upp á fjarnám og/eða sveiganlegt nám til lokaprófa...
Lesa meira

Aðfaranám að háskólum
Stúdentspróf er almennt inntökuskilyrði háskóla en þrír háskólar hafa skilgreint sérstakt aðfaranám...
Lesa meira

Annað sveigjanlegt nám
Mikið framboð er á hvers konar námskeiðum sem hægt er að taka í gegnum netið.
Lesa meira