Skip to content Skip to footer

Menntahvöt

hvatning til aukins náms á Suðurlandi

Verkefnið Menntahvöt er eitt af áhersluverkefnum Sóknaráætlunar Suðurlands sem hefur það að markmiði að hækka menntunarstig á svæðinu um 5% fyrir árið 2025.

Verkefninu er ætlað að hvetja til náms, meðal annars með því að koma á framfæri þeim námstækifærum sem í boði eru, með sérstaka áherslu á fjarnám og sveigjanlegt nám sem hægt er að stunda utan veggja hinna hefðbundnu menntastofnana, hvort sem um er að ræða framhaldsskóla- eða háskólanám og/eða almenn námskeið af ýmsu tagi.

Á Suðurlandi er í boði samfelld þjónusta við hvers konar sveigjanlegt nám, allt frá námsframboði simenntunarmiðstöðvanna (Fræðslunetsins og Visku), fjarnámi framhaldsskóla og sveigjanlegu námi háskóla. Prófaþjónusta fyrir fjarnema er í boði vítt og breitt um Suðurland, og námsver sömuleiðis.

Menntahvöt

Fjarnámsleiðir

Icon

Fjarnám á framhaldsskólastigi

Eftirfarandi listi er yfirlit um þá framhaldsskóla sem bjóða upp á fjarnám og/eða sveiganlegt nám til lokaprófa...
Lesa meira
Icon

Fjarnám á háskólastigi

Eftirfarandi listi er yfirlit um íslenska háskóla sem bjóða upp á fjarnám og/eða sveiganlegt nám til lokaprófa...
Lesa meira
Icon

Aðfaranám að háskólum

Stúdentspróf er almennt inntökuskilyrði háskóla en þrír háskólar hafa skilgreint sérstakt aðfaranám...
Lesa meira
Icon

Annað sveigjanlegt nám

Mikið framboð er á hvers konar námskeiðum sem hægt er að taka í gegnum netið.
Lesa meira