Skip to content Skip to footer

Námskeið í gerð Comenius samstarfsumsókna

Þriðjudaginn 7. febrúar kl. 14-16 verður haldið námskeið í gerð Comenius samstarfsumsókna.  Námskeiðið er fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla sem ætla að sækja um Comenius skólasamstarf fyrir 21. feb. nk.  Námskeiðið er í fjarfundi og verður hægt að taka þátt í því í húsnæði Háskólafélags Suðurlands, Glaðheimum, Tryggvagötu 36 á Selfossi. Þátttaka í námskeiðinu er ókeypis.

 

Comenius áætlunin er hluti menntaáætlunar Evrópusambandsins en Ísland hefur tekið þátt í henni síðan um miðjan 10. áratug 20. aldar, sjá nánari upplýsingar hér.