Skip to content Skip to footer

Partnership for Geoeducation – niðurstöður verkefnis

Undanfarin tvö ár hefur Háskólafélag Suðurlands tekið þátt í Erasmus+ verkefni styrktu af Evrópusambandinu á vettvangi fullorðinsfræðslu. Verkefnið nefnist Partnership for Geo education, eða Samstarf um menntun í  náttúrufræðum og var unnið í samstarfi við Króatíu, Portúgal og Pólland og hafa fjölmennir hópar tekið þátt í gagnkvæmum heimsóknum milli landanna. Verkefnið var unnið í nánu samstarf við Kötlu jarðvang (Katla UNESCO Global Geopark) en jarðvangurinn er afrakstur fyrsta byggðaþróunarverkefnis félagsins. Á slóðinni hér fyrir neðan er að finna slóð á bráðabirgðaskýrslu um verkefnið, en það var kynnt á fundi í Fjölheimum 25. ágúst 2016.

https://drive.google.com/open?id=0B2eAY3v0U4B9NWdqWmtLUnNOeG8

umraedur rognvaldur fundarmenn upphafsglaera