Skip to content Skip to footer

Framkvæmdastjóri / CEO

Ingunn Jónsdóttir

Ingunn tók til starfa 1. janúar 2013, fyrst sem sameiginlegur starfsmaður Háskólafélagsins og Matís en frá 1. mars 2016 hefur hún verið í fullu starfi fyrir Háskólafélagið. Ingunn tók við sem framkvæmdastjóri félagsins 15. ágúst 2021.

Ingunn hefur stýrt verkefnum eins og Starfamessunni, Umhverfis Suðurland og þróun Fagháskólanáms í samstarfi við Háskóla Íslands en auk þess verið í erlendum samstarfsverkefnum tengdum smáframleiðslu, menntun og byggðarþróun.

Ingunn er með BA próf í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands og MPM gráðu (Master in Project Managing) frá Háskólanum í Reykjavík auk þess að hafa tekið námskeið hjá Opna Háskólanum í mannauðsstjórnun og teymisvinnu.