Fréttir

Úttekt á Kötlu jarðvangi (geopark)

Tveir sérfræðingar European Geoparks Network (EGN) heimsækja jarðvanginn 6.-8. júlí 2011.  Þetta eru þeir Nickolas Zouros prófessor og yfirmaður landafræðideildar University of the Aegean í Mytilene í Grikklandi og Maurizio Burlando jarðfræðingur og yfirmaður Beigua jarðvangsins á Ítalíu.  Skipulögð hefur verið þétt dagskrá fyrir þá félaga um sveitarfélögin þrjú; Rangárþing eystra, Mýrdalshrepp og Skaftárhrepp.  Að ferðinni lokinni munu þeir félagar skila skýrslu til EGN og á grundvelli hennar mun ársfundur samtakanna í Noregi i september ákveða hvort Katla jarðvangur fær inngöngu í samtökin, en talið er að hún skipti töluverðu máli varðandi markaðssetningu svæðisins.