Skip to content Skip to footer

Lokafundur og ráðstefna í Póllandi

Nú í júní var lokafundurinn í evrópska samstarfsverkefninu Geo education sem styrkt er af Erasmus+ menntaáætlun Evrópusambandsins. Um er að ræða tveggja ára verkefni sem lýkur formlega nú í haust. Tveir hópar frá hverju landi, annar fimm manna og hinn átta manna, hafa heimsótt hin löndin þrjú þannig að alls er hér um tæplega 160 einstaklingsferðir um að ræða milli landanna fjögurra. Megintilgangurinn hefur verið að þróa og flytja þekkingu milli landanna um það hvernig best sé að standa að fræðslu um jarð- og landfræðileg fyrirbæri á vettvangi. Að þessu sinni var fléttað inn í ferðina fjölþjóðlegri ráðstefnu um umhverfisfræðslu sem styrkt var af svokölluðum EEA Grants, en þar er um að ræða verkefni í austur- og suðurevrópskum löndum Evrópusambandsins sem styrkt eru úr sjóði sem fjármagnaður er af Noregi, Íslandi og Lichtenstein. Á ráðstefnunni fluttu þau Brynja Davíðsdóttir, Jón Stefánsson og Sigurður Sigursveinsson erindi um umhverfisfræðsluverkefni á Íslandi. Auk ráðstefnunnar var farið í kynnisferðir um nágrenni Dobków, en svo nefnist þorpið þar sem ráðstefnan var haldin.

catalogue dyrasafn flettur gler skilti stone steinn hopmynd3