11. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 29.08. 2008 kl. 10:30 íTæknigarði Dunhaga 5 Reykjavík. Mætt: Ágúst Sigurðsson, Elín Björg Jónsdóttir, Helga Þorbergsdóttir Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson
Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir
1. Ragnheiður Hergeirsdóttir Bæjarstjóri í Árborg og Jón Hjartarson bæjarfulltrúi mættu til fundar og kynntu eftirfarandi samþykkt bæjarstjórnar Árborgar frá því 28.09.08
5. 0808116 – Tillaga um samstarf við stjórn Háskólafélags Suðurlands um
uppbyggingu húsnæðis fyrir starfsemina á Selfossi.
Bæjarráð Árborgar lýsir yfir áhuga sínum á samstarfi við stjórn
Háskólafélags Suðurlands um uppbyggingu húsnæðis fyrir starfsemina á
Selfossi. Bæjarráð leggur áherslu á að framtíðarhúsnæði fyrir
Fræðslunet Suðurlands, Jarðskjálftamiðstöð HÍ og fleiri stofnanir sem
tengjast fræða- og rannsóknarstarfi á Selfossi verði í nánum tengslum
við starfsemi og aðstöðu Háskólafélagsins. Sveitarfélagið Árborg vill
leggja sitt af mörkum til þess að greiða fyrir slíku samstarfi.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að funda með stjórn HS vegna málsins.
Bæjarfulltrúar B-, S- og V-lista.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Ragnheiður og Jón gerðu nánari grein fyrir hugmyndum sem liggja að baki samþykktinni. Áhugi er á að framtíðaruppbygging á aðstöðu, fyrir rannsóknar- og háskólastarfsemi ásamt rekstri stofnana bæjarins sem tengjast og falla vel að starfi fyrrgreindra stofnana s.s. héraðsskjalasafn og bókasafn, verði í nýjum miðbæ á Selfossi. Fræðslunetið yrði þar einnig til húsa. Komið hafa fram hugmyndir um fjölnota menningar hús o.fl. Ragnheiður og Jón upplýstu að höfundar og framkvæmda aðilar miðbæjarskipulags væru áhugasamir um uppbyggingu menningar og fræðaseturs á því svæði.
Bæjarstjóri óskaði eftir því að stjórn HfSu tilnefni fulltrúa sem myndu ásamt fulltrúum bæjarstjórnar og fleiri aðila vinna að uppbyggingu framtíðarhúsnæðis á Selfossi fyrir fjölbreytta fræðastarfsemi. Stjórn HfSu fagnar þessu frumkvæði bæjarstjórnar Árborgar og í ljósi umræðna og fyrri bókana HfSu er ljóst að fulltrúunum frá Árborborg er ljóst það stefnumark Háskólafélagsins að áhrif þess sitri um allt Suðurland. Samþykkt að Steingerður Hreinsdóttir og Sveinn Aðalsteinsson verði fulltrúar Háskólafélagsins í þeirri vinnu sem fram undan er.
Fulltrúarnir frá Árborg nefndu jafnframt möguleika á tímabundnum lausnum á húsnæðismálum sem hugsanlega gætu hentað Hákólafélaginu í tengslum við það að leysa þarf úr brýnni þörf Fræðslunets Suðurlands fyrir meira rými.
2. Fundargerð síðasta fundar lögð fram, samþykkt og undirrituð
3. Steingerður gerði grein fyrir fjármálum félagsins. Rætt var um þóknun til stjórnarmanna sem hefur verið helmingur þess sem SASS greiðir fyrir fundarsetu í nefndum á þess vegum. Tímabært þykir að endurskoða þá tilhögun og er Steigerði falið að leggja tillögu þar að lútandi fyrir næasta fund.
4. Innlegg frá starfsmönnum. Ingibjörg Þórhallsdóttir kynnti drög að viðskiptaáætlun Háskólafélagsins. Stjórnarmenn hafa ekki haft tækifæri til að lesa drögin en munu senda athugasemdir til Ingibjargar ef einhverjar eru og mun fullunnin tillaga lögð fyrir næsta fund stjórnar.
Ragnhildur gerði grein fyrir þeim verkefnum sem hún hefur unnið að fram að þessu. Hún lagði fram greinargott minnisblað varðandi þau verkefni og gerði grein fyrir stöðu þeirra. Minnisblað hennar fylgir þessari fundargerð merkt fylgiskjal 1. Kraftur er í verkefninu og mörg áhugaverð viðfangsefni í vinnslu og til skoðunar. Það sem lengst er komið er vinna í því að tryggja að stað minjavarðar Suðurlands verði stofnað að Skógum. Fram kom að sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt að koma á fót sjálfeignarstofnun um Kötlusetur. Meginmarkmið Kötluseturs verði að stunda rannsóknir á eldstöðinni Kötlu og áhrifum kötlugosa á mannlíf og náttúrufar. Einnig er Kötlusetri ætlað hlutverk á sviði land-ferða-og menningarmála.
Í næstu skrefum í átaksverkefninu er áætlaður fundur í verkefnisstjórn en hana skipa Rögnvaldur Ólafsson frá HfSu, Ólafur Eggertsson Rangárþingi-Eystra, Sveinn Pálsson Mýrdalshreppi og Ólafía Jakobsdóttir Skaftárhreppi.
5. Rögnvaldur sagði frá opnun jarðfræðiseturs í Breiðdalsvík sem tengt er rannsóknum Georges Walker. Í framhaldi af því spunnust umræður um sérstöðu landsins í heild sem eldfjallastöðvar umkringdri úthöfum og hugsanlegum möguleikum á að tengjast heimsminjaskrá UNESCO í því tilliti. Áhugavert er að kanna möguleika á því að fræða starfsemi á þessu sviði víðsvegar á landinu tengist og augljóst er að eystri hluti Suðurlands hlýtur þar að hafa mikilvægu hlutverki að gegna vegna landfræðilegra aðstæðna.
6. Á áttunda fundi stjórnar kynnti Sveinn áhuga aðila tengdum Háskólanum í Chester í Englandi um að halda alþjóðlega ráðstefnu á Suðurlandi um nýsköpun í landshlutaþróun. Steingerður og Helga ásamt Sveini áttu fund með þessum aðilum að Skógum þann 18. júní s.l. þar sem erlendu aðilarnir kynntu nánar hugmyndir sínar og kynnt var stjórnarmönnum með pósti dags 09.07.08. The Mid-Summer Meeting Point Project
-aan exceptional opportunity to show-case business development in S-Iceland
Málið verður tekið til efnislegrar umræðu á næsta fundi stjórnar.
7. Starfsmannamál. Mikil vinna hefur hvílt á formanni og eftir atvikum öðrum stjórnarmönnum við umsýslu málefna HfSu. Brýnt er orðið að skilgreina- eðli starfs framkvæmdastjóra HfSu, fyrirliggjandi verkefni, gera starfslýsingu og í framhaldi af því leita að réttum aðila í starfið. Steingerði falið að leggja drög að tillögum fyrir næsta fund.
8. Önnur mál. Steingerður gerði grein fyrir fundi sem hún, Helga og Örlygur áttu með Helen Gunnarsdóttur og Stefáni Stefánssyni í menntamálaráðuneyti. Í kjölfar þess fundar munu fulltrúar ráðuneytis senda ráðherra minnisblað byggt á umræðum á fundinum og kynningarbréfi sem fulltrúar stjórnar HfSu lögðu fram. (fylgir þessari fundargerð merkt fyliskjal 2) Svo sem áður hefur komið fram er fundur með Menntamálaráðherra fyrirhugaður í kjölfarið.
Samþykkt að koma á fundi með stjórn og þingmönnum Suðurlands sem fyrst.
Fundi slitið kl. 13:00.
Næsti fundur ákveðinn þann 08.09 kl. 10:00 í Fjölbrautarskóla Suðurlands Selfossi.