12. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 08.09.08. kl. 09:30 í FSu Selfossi. Mætt: Ágúst Sigurðsson, Elín Björg Jónsdóttir, Helga Þorbergsdóttir Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir, Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson . Ingibjörg Þórhallsdóttir ráðgjafi var einnig mætt til fundar.
Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir
1. Fundargerð síðasta fundar lögð fram, samþykkt og undirrituð.
2. Ingibjörg lagði fram endurbætta greinargerð og rekstraráætlun til næstu 5 ára og gerði grein fyrir helstu atriðum. Umræður urðu um ýmis atriði áætlunarinnar og mun Ingibjörg vinna hana frekar á grundvelli framkominna tillagna og athugasemda. Stjórnarmenn eru sammála um að það skjal sem hún hefur unnið er afar gagnlegt og mun verða eitt af helstu vinnuplöggum stjórnar á komandi vetri. Þar sem HfSu er einkahlutafélag varpaði Ingibjörg fram spurningu um mögulegaar arðgreiðslur til hluthafa gefi staða félagsins tilefni til þess. Stjórnarmenn eru sammála um að arður,af hálfu Háskólafélagsins, til hluthafa í félaginu eigi að felast í mannauði og öflugra samfélagi í fjórðungnum.
3. Mid Summer Meeting point. Sveinn gerði grein fyrir hugmyndum GMW consulting í menntastjórnun um að halda ráðstefnu á Suðurlandi um Jónsmessu árið 2009. Þetta eru aðilar sem áður hafa verið nefndir í fundargerðum, tengdir háskólanum í Chester í Englandi. Í máli Sveins kom fram að þessir aðilar hafa kynnst Suðurlandi í heimsóknum hingað og heillast af þeim möguleikum sem við blasa. Viðfangsefni áætlaðrar ráðstefnu er frumkvöðlastarf og rekstur smáfyrirtækja. Markhópar sem sækja myndu ráðstefnuna eru ráðgjafar, sveitarstjórnarmenn, fjárfestar, eigendur smáfyrirtækja o.fl. Þessir aðilar kæmu ekki síst frá, strandhéruðum í Kanada, Skotlandi, Eystrasaltsríkjum og Norðurlöndum. Áhersla yrði lögð á að aðilar myndi tengsl til framtíðaruppbyggingar og skipulag ráðstefnunnar tæki mið að því. Erindið til Háskólafélagsins er ósk um að það verði í forsvari fyrir ráðstefnunni. Primordia, fyrirtæki sem Sveinn starfar hjá er samstarfsaðili erlendu aðilanna um þessa hugmynd og Sveinn vakti athygli á vanhæfi sínu sem stjórnarmanns í umfjöllun stjórnar um hugmyndina. Ekki var óskað eftir því að hann viki af fundi, en hann tók ekki þátt í efnislegri umfjöllun um málið. Eftir nokkrar umræður sem leiddu í ljós að skýra þarf hugmyndina betur varð niðurstaðan sú að stjórnarmenn munu skoða hugmyndina betur og eiga umræðu um hana sín á milli á netinu fram að næsta fundi.
4. Starfsmaður/starfsstöð. Lögð fram drög að starfslýsingu fyrir starfsmann/framkvæmdastjóra Háskólafélagsins. Rætt og vísað til ákvörðunar næsta fundar.
5. Stjórnarlaun. Samþykkt að stjórnarnmenn fái þóknun fyrir fundarsetu samkvæmt samþykktum SASS um laun stjórna og nefnda.
6. Önnur mál. Fulltrúar stjórnar munu fara til fundar við menntamálaráðherra þann 10.09.n.k. Þar verður m.a. verða lagt fram fyrirliggjandi bréf frá stjórn með beiðni og rökstuðningi, þar að lútandi, um fjárveitingu.