19. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 15. maí 2009 kl. 16 að Skógum undir Eyjafjöllum.
Mætt; Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri, Ágúst Sigurðsson, Elín Björg Jónsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir og Örlygur Karlsson.
Forföll boðaði Sveinn Aðalsteinsson
Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir.
1. Sigurður gerði grein fyrir ársreikningi fyrir árið 2008. Ekkert af fé félagsins tapaðist í bankahruninu í október sl. og var innistæða á reikningi HfSu þann 31.12.08 kr. 73.233.277. Reikningurinn er endurskoðaður og áritaður af Einari Sveinbjörnssyni hjá KPMG. Mættir stjórnarmenn samþykktu reikninginn og staðfestu með undirritun sinni.
2. Samþykkt að halda aðalfund Háskólafélagsins þann 10.06.09 kl. 14:00 í Glaðheimum á Selfossi. Rætt um dagskrá og framkvæmdastjóra falið að undirbúa fundinn í samvinnu við formann stjórnar.
3. Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fyrstu skrefum sínum í starfi fyrir Háskólafélag Suðurlands. Verkefnin hafa verið fjölbreytt og ekki síst tengst því að gera húsnæðið í Glaðheimum hæft fyrir starfsemi.
Sigurður hefur jafnframt verið í sambandi við aðila sem standa fyrir námi sem tengst gæti Háskólafélaginu, verið í sambandi við forsvarsmenn Fræðslunets Suðurlands o.m.fl.
Undir þessum lið var rætt um möguleika á að halda menntaþing í haust og um forgangsverkefni komandi sumars og hausts.
4. Næsti stjórnarfundur ákveðinn þann 10.06 n.k. kl. 10:00 á Selfossi.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 18:40