23. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 12. febrúar 2010 kl. 16 í Glaðheimum á Selfossi.
Mætt: Ágúst, Elín Björg, Rögnvaldur, Steingerður (formaður), Sveinn (fundarritari í forföllum ritara) og Örlygur. Ennfremur sat Sigurður framkvæmdastjóri fundinn. Boðuð forföll: Helga.
1. Fundargerð 22. fundar borin upp og samþykkt með undirritun.
2. Starfsemin undanfarna tvo mánuði.
· Niðurstaða fjárlaga f. 2010 er sú að HfSu fær 15 m.kr. til að reka Þekkingarsetur Suðurlands.
· Málefni fjarkennslu. Öll þjónusta við fjarkennslu á háskólastigi er nú komin í Glaðheima. FnS hefur aukið starf sitt á öðrum sviðum. Framkvæmdastjóri hefur skrifað bréf til háskóla og látið vita um þjónustu HfSu. Næsti hópur hjúkrunarnema er væntanlegur til náms á Suðurlandi haustið 2011. Eins og er eru fremur fáir nemendur í fjarnámi á háskólastigi sem nýta sér þjónustu félagsins.
· Lögð fram drög að samningi við HA og stjórnarmenn beðnir að fara yfir og koma með athugasemdir. Ennfremur að koma með innlegg í hugsanlegan verkefnasamning við menntamálaráðuneyti. Skoðað verður með mótun samnings eða áætlunar fyrir Suðurland, einskonar þróunarsamningur Suðurlands.
· Samþykkt að HfSu taki að sér þjónustu vegna próftöku framhaldsskólafjarnema í vor.
· Afkoma félagsins 2009: Fyrsta skoðun bendir til að útgjöld og tekjur séu í jafnvægi.
· Jarðfræðingur hefur verið ráðinn í hlutastarf til að þjónusta háskólanema í fjarnámi, einkum að kvöldlagi og í forföllum framkvæmdastjóra.
· Ráðstefnan Landnotkun 2010 var haldin í janúar í samvinnu HfSu og Fræðaseturs HÍ í landnotkun og sóttu hana um 113 manns.
3. Stefnumörkun og fjárhagsrammi HfSu:
Formaður og framkvæmdastjóri fara yfir og kynna á næsta stjórnarfundi.
4. Vísinda- og rannsóknarsjóður Fræðslunets Suðurlands: Framkvæmdastjóra falið að skrifa bréf til sjóðsins og bjóða aðkomu félagsins að sjóðnum og skipulagi hans til frambúðar.
5. Önnur mál:
Skýrsla átaksverkefnisins Net þekkingar. Tillögur hafa borist til HfSu. Brýnt að vinna áfram að verkefnum skv. tillögum og í samvinnu við heimamenn. Einkum rætt um að bjóða aðstoð á sviði mannauðs og milligöngu um erlend samstarfsverkefni frekar en bein fjárframlög. Öðrum málum undir þessum lið var frestað til næsta fundar.
6. Næstu fundir
16. mar. Hálfur til heill dagur, heimsókn á Vesturland og stjórnarfundur.
14. maí. Aðalfundur og stjórnarfundur.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið um kl. 16.50