Fundargerðir

28. fundur

28. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn í Glaðheimum Selfoss 8. nóvember 2010. 

 

Mætt: Ágúst Sigurðsson, Elín Björg Jónsdóttir, Helga Þorbergsdóttir,  Rögnvaldur Ólafsson, Steingerður Hreinsdóttir og Sigurður Sigurveinsson framkvæmdastjóri.

Forföll: Sveinn Aðalsteinsson og Örlygur Karlsson.

Fundargerð ritaði Helga Þorbergsdóttir

1.      Fundargerð síðasta fundar lögð fram samþykkt og undirrituð.

2.      Rætt um samþykktir (skipulagsskrár) fyrir sjálfseignarstofnanirnar Kötlusetur og Katla Geopark.

2A: Stofnendur Kötluseturs eru; Menningarfélag um Brydebúð, Mýrdalshreppur og Háskólafélag Suðurlands. Stofnframlag HfSu er kr. ein milljón. Af hálfu HfSu er Sigurður Sigursveinsson tilnefndur í stjórn Kötluseturs og Helga Þorbergsdóttir til vara.

2B: Stofnendur Katla Geopark eru; Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur, Kötlusetur, Kirkjubæjarstofa, Skógasafn, Háskólafélag Suðurlands og Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands. Stofnframlag HfSu er kr. ein milljón. Rögnvaldur Ólafsson tilnefndur í stjórn af hálfu HfSu. Samþykkt að HfSu fjármagni stofnframlög Kötluseturs og Kirkjubæjarstofu í Kötlu Jarðvang, 250.000 kr fyrir hvorn aðila.

3.      Rætt um forsendur rekstrar Háskólafélagsins og verkefna sem það kemur að.

4.      Önnur mál

a.       Starfsmannamál Háskólafélagsins. Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri í fullu starfi hóf störf þann 01.04.2009. Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri í 80% starfi frá 01.10 2010. Ragnhildur Sigurðardóttir verkefnastjóri í 30% starfi frá 01.09.2010. Ragnhildur Sveinbjarnardóttir verkefnastjóri starfaði hjá HfSu frá 01.08.2008 til ársloka 2009 í fullu starfi. Hún var fyrsti starfsmaður félagsins og vann við átaksverkefnið Net þekkingar frá Mararfljóti að Skeiðará.  Ragnhildur hefur síðan unnið í hálfu starfi að undirbúningi Geoparks (jarðvangs) á vegum sveitarfélaganna þriggja sem að honum standa. Sigurjón Valgeir Hafsteinsson hefur umsjón með kvöldkennslu og sér um þrif í Glaðheimum. Hann hóf störf hjá félaginu þann 01.02.2010.

b.      Styrkur fékkst úr Vaxtarsamningi Suðurlands til verkefnisins:  Fræðandi ferðamennska.  Markaðsstofa Suðurlands leiðir verkefnið formlega en HfSu heldur utan um undirbúning og framkvæmd verkefnisins.

c.       Stefnt að afhendingu styrkja úr Vísinda og rannsóknarsjóði Suðurlands þann 13.01. 2011 n.k.

d.      Ákveðið að halda næsta fund í Skálholti.