- fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf, haldinn í Húsinu á Eyrarbakka þann 9. desember 2011 kl. 11.
Mætt: Steingerður Hreinsdóttir, Elín Björg Jónsdóttir, Rögnvaldur Ólafsson, Sveinn Aðalsteinsson og Ágúst Sigurðsson. Einnig sat fundinn Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri Háskólafélagsins og ritaði hann fundargerð.
- Framkvæmdastjóri lagði fram fundargerð síðasta fundar til undirritunar og var hún samþykkt án athugasemda.
- Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir stöðu viðræðna við Sveitarfélagið Árborg um mögulega leigu á Sandvíkurskóla fyrir starfsemi Háskólafélagsins og Fræðslunets Suðurlands, ásamt Markaðsstofu Suðurlands, Rannsóknarsetri Háskóla Íslands, Birtu – starfsendurhæfingu og Fjölmennt.Ákveðið var að vinna áfram að málinu með það að markmiði að flytja starfsemi Háskólafélagsins í Sandvíkurskóla næsta sumar, en að því gefnu að um semdist um leigukjör og önnur atriði varðandi samningstíma og endurskoðunarákvæði. Stefnt að því að stjórnarmenn eigi þess kost að skoða húsnæði Sandvíkurskóla fyrir hádegi mánudaginn 19. desember. Jafnframt kom fram að æskilegt væri að stjórnir Háskólafélagsins og Fræðslunetsins funduðu sameiginlega um málið og, eftir atvikum, aðra möguleika varðandi húsnæðismálin. Ef samningar nást um leigu á húsnæði Sandvíkurskóla samþykkir stjórnin að Háskólafélagið sé reiðubúið til að vera samningsaðili gagnvart Sveitarfélaginu Árborg, sbr. fyrirkomulagið á leigu Glaðheima.
- Framkvæmdastjóri dreifði gögnum um gjaldtöku af nemendum í hinum ýmsu þekkingarsetrum á landsbyggðinni.
Fleira ekki fært til bókar og fundi slitið klukkan 12.30.