Fundargerðir

46. fundur

  1. fundur (símafundur) stjórnar Háskólafélags Suðurlands ehf. haldinn þann 31.1. 2014 kl. 11:45-12:20  í Fjölheimum.

 

Mætt á staðnum; Ágúst Sigurðsson, Örlygur Karlsson og Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð. Í símanum; Sveinn Aðalsteinsson, Rögnvaldur Ólafsson, Helga Þorbergsdóttir og Dagný Magnúsdóttir.

 

 

  1. Örlygur setti fundinn og stjórnaði honum í fjarveru Steingerðar.
  2. Sigurður greindi frá stöðu mála varðandi fyrirhugaða uppsögn ESB á IPA samningnum við félagið. Haldinn var fjarfundur með fulltrúum framkvæmdastjórnarinnar mánudaginn 27. janúar þar sem við kynntum þá nálgun okkar að í stað uppsagnar yrði dregið úr kostnaði við verkefnið sem samsvaraði sparnaði við það að segja samningnum upp – en án þess að stefna árangri þess í tvísýnu. ESB bað um skrifleg gögn í þessu sambandi og voru þau send á þriðjudaginn. Í gærkvöldi kom svo beiðni um annan fjarfund, síðar í dag,
  3. Stjórnin samþykkti samhljóða að fela framkvæmdastjóra að meta það í ljósi niðurstöðu fundarins síðar í dag hvort starfsmönnum verkefnisins yrði sagt upp síðar í dag, með þriggja mánaða uppsagnarfresti.
  4. Sigurður minnti á að framundan væri mikilvæg stefnumótunarvinna sbr. umræðu á síðasta stjórnarfundi.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 12:20