Fundargerðir

52. fundur

Fundargerð 52. fundar stjórnar, haldinn 14. nóv. 2014 í Þorlákshöfn.Mætt: Dagný, Kristín (í fjarfundi), Rögnvaldur, Sveinn (fundarritari í forföllum ritara), Steingerður (formaður) og Örlygur. Jafnframt sátu fundinn Sigurður framkvæmdastjóri og Hrafnkell verkefnisstjóri.

Boðuð forföll: Helga

 1. Formaður setti fund. Fundargerð 51. fundar borin upp og samþykkt með undirritun.
 2. IPA og Katla Geopark. Sigurður skipaður varamaður í stjórn Katla Geopark (sameiginlegur fulltrúi HfSu og Stofnun rannsóknasetra HÍ).  Sigurður greindi frá helstu vörðum í verkefninu en lokaskýrslu hefur verið skilað og er IPA verkefninu lokið. Ný stjórn mun auglýsa eftir starfsmanni.
 3. Matvælabrúin – nýsköpun og stjórnun. Hrafnkell kynnti. Háskólafélagið hefur þróað  námsleið í samstarfi við fyrirtæki í matvælaframleiðslu á Suðurlandi eftir þeirra þörfum. Námsleiðin kallast Matvælabrúin – nýsköpun og stjórnun og er hugsað sem tenging á milli lykilstarfsmanna í fyrirtækjum og matvælafræða í háskólum þar sem innleiðing nýsköpunarhugsunar nemanda er ein aðal áhersla í náminu. Sjö nemendur stunda nú nám á þessari námsleið HfSu. Kennt verður í tvær annir og er sú fyrri langt komin.  Verið er að móta nám í ferðaþjónustu sem verður með sama sniði og Matvælabrúin.
 4. Stefnumörkun Háskólafélags Suðurlands.
  1. Samantekt á starfseminni sem tekin var saman vegna samnings við Menntamálaráðuneytið verður notuð sem grunnur að stefnumörkunarplaggi og aðlagað.
  2. Samþykktir félagsins þurfa að vera með og fylgja lokaplagginu og hafa til hliðsjónar við stefnumörkunarvinnuna.
  3. Bæta má orðalag og setja nýsköpunarhugtakið inn þar sem það á við, td. Í kaflanum „rannsóknir og þróun. Tenging við atvinnulífið, Vísindasjóður og þátttaka okkar í verkefninu „Atvinnuskapandi nemendaverkefni“ sem SASS leiðir og fékk styrk úr Vaxtarsamningi.
  4. Skjalið þarf að nýtast sem:
 • Kynning út á við á starfsemi HFSU
 • Mat á starfseminni inn á við
 • Leiðbeinandi skjal fyrir starfsmenn
 • Plagg sem nýtist við samningagerð og í samskiptum við opinbera aðila.
  1. Útbúa stutta samantekt á efninu 1 A4 síðu.
  2. Mælanleg atriði í plagginu styðja framsetningu á markmiðum.
  3. Annað til athugunar:
 • Hvernig ætlar HFSU að koma sér á framfæri í framtíðinni?
 • Fjármögnun verkefna?
 • Er orðið tímabært að huga að upphaflegu hugmyndunum með fjármagn frá fyrirtækjum í formi styrkja eða sem hluthafar í félaginu?
   1. Samþykkt að starfsmenn félagsins, Hrafnkell og Ingunn, færu yfir stefnumótunina og kæmu með athugasemdir.
 1. Sigurður kynnti hugmyndir um samvinnuform þekkingarnets Suðurlands sem og vinnu í tengslum við fjárlagafrumvarpið.
 2. Samþykkt að ganga til liðs við Atorku, félag atvinnurekenda á Suðurlandi.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 16.

Hrafnkell ritaði fundargerð í lið 4 (stefnumótun).