Fundargerð 52. fundar stjórnar, haldinn 14. nóv. 2014 í Þorlákshöfn.Mætt: Dagný, Kristín (í fjarfundi), Rögnvaldur, Sveinn (fundarritari í forföllum ritara), Steingerður (formaður) og Örlygur. Jafnframt sátu fundinn Sigurður framkvæmdastjóri og Hrafnkell verkefnisstjóri. Boðuð forföll: Helga - Formaður setti fund. Fundargerð 51. fundar borin upp og samþykkt með undirritun.
- IPA og Katla Geopark. Sigurður skipaður varamaður í stjórn Katla Geopark (sameiginlegur fulltrúi HfSu og Stofnun rannsóknasetra HÍ). Sigurður greindi frá helstu vörðum í verkefninu en lokaskýrslu hefur verið skilað og er IPA verkefninu lokið. Ný stjórn mun auglýsa eftir starfsmanni.
- Matvælabrúin – nýsköpun og stjórnun. Hrafnkell kynnti. Háskólafélagið hefur þróað námsleið í samstarfi við fyrirtæki í matvælaframleiðslu á Suðurlandi eftir þeirra þörfum. Námsleiðin kallast Matvælabrúin – nýsköpun og stjórnun og er hugsað sem tenging á milli lykilstarfsmanna í fyrirtækjum og matvælafræða í háskólum þar sem innleiðing nýsköpunarhugsunar nemanda er ein aðal áhersla í náminu. Sjö nemendur stunda nú nám á þessari námsleið HfSu. Kennt verður í tvær annir og er sú fyrri langt komin. Verið er að móta nám í ferðaþjónustu sem verður með sama sniði og Matvælabrúin.
- Stefnumörkun Háskólafélags Suðurlands.
- Samantekt á starfseminni sem tekin var saman vegna samnings við Menntamálaráðuneytið verður notuð sem grunnur að stefnumörkunarplaggi og aðlagað.
- Samþykktir félagsins þurfa að vera með og fylgja lokaplagginu og hafa til hliðsjónar við stefnumörkunarvinnuna.
- Bæta má orðalag og setja nýsköpunarhugtakið inn þar sem það á við, td. Í kaflanum „rannsóknir og þróun. Tenging við atvinnulífið, Vísindasjóður og þátttaka okkar í verkefninu „Atvinnuskapandi nemendaverkefni“ sem SASS leiðir og fékk styrk úr Vaxtarsamningi.
- Skjalið þarf að nýtast sem:
- Kynning út á við á starfsemi HFSU
- Mat á starfseminni inn á við
- Leiðbeinandi skjal fyrir starfsmenn
- Plagg sem nýtist við samningagerð og í samskiptum við opinbera aðila.
- Útbúa stutta samantekt á efninu 1 A4 síðu.
- Mælanleg atriði í plagginu styðja framsetningu á markmiðum.
- Annað til athugunar:
- Hvernig ætlar HFSU að koma sér á framfæri í framtíðinni?
- Fjármögnun verkefna?
- Er orðið tímabært að huga að upphaflegu hugmyndunum með fjármagn frá fyrirtækjum í formi styrkja eða sem hluthafar í félaginu?
- Samþykkt að starfsmenn félagsins, Hrafnkell og Ingunn, færu yfir stefnumótunina og kæmu með athugasemdir.
- Sigurður kynnti hugmyndir um samvinnuform þekkingarnets Suðurlands sem og vinnu í tengslum við fjárlagafrumvarpið.
- Samþykkt að ganga til liðs við Atorku, félag atvinnurekenda á Suðurlandi.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl 16. Hrafnkell ritaði fundargerð í lið 4 (stefnumótun). |