Fundargerðir

55. fundur

 1. fundur stjórnar Háskólafélags Suðurlands haldinn 13.08. 2015 í Fjölheimum.

Mættir eftirtaldir stjórnarmenn: Dagný Magnúsdóttir, Helga Þorbergsdóttir, Kristín Hermannsdóttir í fjarsambandi, Olga Lísa Garðarsdóttir,  Rögnvaldur Ólafsson, Sigurður Þór Sigurðsson og Sveinn Aðalsteinsson. Einnig sat Sigurður Sigursveinsson framkvæmdastjóri HfSu fundinn.  Helga Þorbergsdóttir ritaði fundargerð.

 

 1. Fundargerð 54. fundar lögð fram, samþykkt og undirrituð.
 2. Stjórn HfSu skipti með sér verkum svo sem samþykktir félagsins kveða á um. Sveinn Aðalsteinsson kjörinn formaður, Kristín Hermannsdóttir varaformaður og Helga Þorbergsdóttir ritari.
 3. Framkvæmdastjóri fór yfir starfsemi á vegum félagsins frá síðasta stjórnarfundi í maí.

Í því yfirliti kom m.a. fram:

 • Árleg námskynning Háskólafélagsins fór fram í Fjölheimum þann 19. maí sl. Töluverður fjöldi lagði leið sína á kynninguna og fulltrúar frá Háskólanum á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólanum á Bifröst og Keili mættu á staðinn. Kynningarefni frá öðrum háskólum lá frammi.
 • Aðalfundur félagsins var haldinn 20. maí í Fjölheimum á Selfossi. Tveir stjórnarmanna gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu, Steingerður Hreinsdóttir og Örlygur Karlsson. Steingerður hafði verið formaður stjórnar frá upphafi og Örlygur lengst af varaformaður.
 • 532 próftökur voru skráðar hjá félaginu á nýliðinni vorönn, þar af 453 á Selfossi, 53 á Höfn, 22 í Vík og 4 á Kirkjubæjarklaustri.
 • Átta manna hópur, þar af tveir starfsmenn Háskólafélagsins, fóru í vinnuferð til Portúgal 26. maí til 1. júní varðandi Erasmus+ verkefnið um Geo education. Skipuleggjandinn í Portúgal, ADRIMAG, er að mörgu leyti hliðstætt Háskólafélaginu og var fróðlegt af heyra af starfsemi þess.
 • Mánudaginn 22. júní stóð félagið fyrir eins konar háskólahátíð í Tryggvagarði á Selfossi þar sem samfagnað var með þeim háskólanemum sem brautskráðust frá skólum sínum nú í vor en hafa notið þjónustu félagsins. Á annan tug kandídata mættu með fjölskyldum sínum og sérstakur gestur samkomunnar var Eyjólfur Guðmundsson rektor Háskólans á Akureyri. Það var bundið fastmælum að næsta vor gætu nemendur skólans valið það að brautskrást formlega á Selfossi í stað þess að fara norður.
 • Félagið tók á móti 16 manna hóp samstarfsaðila í Ersamus+ verkefninu frá Króatíu, Portúgal og Póllandi 24.-29. júní. Haldinn var vinnufundur í Fjölheimum fimmtudaginn 25. júní. Hópurinn ferðaðist víðsvegar um Suðurland og fékk fræðslu og frábærar móttökur hvar sem komið var.
 • 1. júlí sl. áttu Sigurður Sigursveinsson og Sveinn Aðalsteinsson fund með Þórarni Sólmundarsyni og Ásdísi Jónsdóttur í menntamálaráðuneyti um endurnýjun samnings milli Háskólafélagsins og ráðuneytisins.
 • Nú í sumar var komið að því að endurnýja vottun Kötlu jarðvangs til veru í Global Geoparks Network. Þetta ferli er umfangsmikið, felur í sér ítarlega skýrslugerð og mat, og síðan að taka á móti tveimur úttektaraðilum erlendis frá. Framkvæmdastjóri HfSu hefur tekið virkan þátt í þessari vinnu.

4. Rætt um starfið framundan. Nýkjörnum formanni og framkvæmdastjóra falið að ræða við forsvarsmenn SASS um samstarf og samþættingu á sviði menntamála, atvinnulífs og samfélags.Samþykkt að Háskólafélagið greiði ferð Sigurðar Sigursveinssonar á báða fundi European Geoparks Network 2016.

Næsti fundur stjórnar ákveðinn 21. september kl 14 í Fjölheimum.

Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu að tilhögun verkefna hjá starfsmönnum félagsins á Selfossi á komandi haustönn. Fastir starfsmenn eru auk framkvæmdastjóra Hrafnkell Guðnason og Ingunn Jónsdóttir verkefnastjórar auk Nínu Sibyl Birgisdóttur á Höfn.. Tillaga Sigurðar samþykkt.

Samþykkt að Háskólafélagið greiði ferð Sigurðar Sigursveinssonar á báða fundi European Geoparks Network 2016.

Næsti fundur stjórnar ákveðinn 21. september kl 14 í Fjölheimum.