Góðir gestir sóttu Háskólafélagið heim um Jónsmessuleytið. Um var að ræða vinnufund í tuttugu manna sérfræðingahópi fjögurra samstarfslanda í Erasmus+ verkefni um Geo education (jarðmenntun). Fundað var í Fjölheimum en auk þess var farið í kynnisferðir um héraðið. M.a. var tekið á móti hópnum á Sólheimum í Grímsnesi, Friðheimum og Skálholti í Bláskógabyggð, Heklusetrinu á Leirubakka, Sagnagarði í Gunnarsholti, Sögusetrinu á Hvolsvelli, Gestastofunni á Þorvaldseyri og Kötlusetri í Vík, Gestirnir létu mjög vel af móttökum sem hvarvetna voru til fyrirmyndar.
Sjá má myndir af facebook síðum erlendu samstarfsaðilanna hér og hér.